1625
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1625 (MDCXXV í rómverskum tölum) var 25. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 27. mars - Karl 1. varð konungur Englands, Írlands og Skotlands.
- 9. maí - Danir hófu þátttöku í Þrjátíu ára stríðinu þegar Kristján 4. réðist með her inn í Þýskaland.
- 7. apríl - Albrecht von Wallenstein var skipaður yfirhershöfðingi keisarahers hins Heilaga rómverska ríkis.
- 2. júní - Friðrik af Óraníu var tók við embætti staðarhaldara í Hollandi og Sjálandi.
- 5. júní - Spænskur her undir stjórn Ambrosio Spinola lagði borgina Breda í Hollandi undir sig.
- 13. júní - Karl 1. gekk að eiga Henríettu Maríu, Frakklandsprinsessu.
- 2. september - Eldgos varð í Kötlu.
Ódagsettir atburðir
breyta- Á Íslandi var veturinn kallaður Svellavetur.
- Fyrsta galdrabrennan á Íslandi: Jón Rögnvaldson brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal.
- Hollenskir landnemar reistu bæ á Manhattan og kölluð hann Nýju Amsterdam.
Fædd
breyta- 8. júní - Giovanni Domenico Cassini, ítalskur stjörnufræðingur og verkfræðingur (d. 1712).
- 17. júní - Peder Hansen Resen, danskur sagnfræðingur (d. 1688).
- 13. ágúst - Rasmus Bartholin, danskur vísindamaður (d. 1698).
- 20. ágúst - Thomas Corneille, franskt leikskáld (d. 1709).
- 24. september - Johan de Witt, hollenskur stjórnmálamaður (d. 1672).
Dáin
breyta- 7. mars - Johann Bayer, þýskur stjörnufræðingur (f. 1572).
- 27. mars - Jakob 1., konungur Englands, Írlands og Skotlands (f. 1566).
- 23. apríl - Mórits af Nassá, staðarhaldari í Hollandi (f. 1567).
- 5. júní - Orlando Gibbons, enskt tónskáld (f. 1583)
- Galdramál: Jón Rögnvaldsson frá Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýlu tekinn af lífi með brennu þar á Melaeyrum, dæmdur fyrir galdra eða „fjölkyngishátt“. Þetta var fyrsta galdrabrennan á Íslandi. Sýslumaður Magnús Björnsson á Munkaþverá sótti málið gegn Jóni.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.