Hannes Þórður Hafstein (f. 4. desember 1861, d. 13. desember 1922) var íslenskt skáld, sýslumaður og fyrsti ráðherra Íslands.

Hannes Hafstein
Ráðherra Íslands
Í embætti
1. febrúar 1904 – 31. mars 1909
ÞjóðhöfðingiKristján 9.
Friðrik 8.
EftirmaðurBjörn Jónsson
Í embætti
25. júlí 1912 – 21. júlí 1914
ÞjóðhöfðingiKristján 10.
ForveriKristján Jónsson
EftirmaðurSigurður Eggerz
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. desember 1861
Möðruvellir í Hörgárdal
Látinn13. desember 1922 (61 árs) Reykjavík
StjórnmálaflokkurHeimastjórnarflokkurinn
Sambandsflokkurinn
MakiRagnheiður Stefánsdóttir Hafstein (g. 1889)
Börn10
ForeldrarPétur Havsteen og Kristjana Gunnarsdóttir Havstein
HáskóliKaupmannahafnarháskóli
StarfLandshöfðingjaritari, sýslumaður og ráðherra

Hannes var sonur Péturs Havsteens amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal og Kristjönu Gunnarsdóttur Havsteen. Hann varð fyrsti inspector scholae Lærða skólans skólaárið 1879-1880[1]. Hannes lauk námi við Lærða skólann 1880 og hélt í laganám til Kaupmannahafnar. Hann dundaði sér við skriftir á námsárum sínum og gat sér gott orð á Íslandi fyrir skáldskapargáfu. Hann lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1886. Þegar hann kom heim varð hann settur sýslumaður í Dalasýslu og sat að Staðarfelli í eitt ár uns hann gerðist málafærslumaður við landsyfirréttinn. Tveimur árum síðar varð Hannes ritari hjá Magnúsi Stephensen landshöfðingja.

Árið 1895 var hann skipaður sýslumaður á Ísafirði, í kjölfar Skúlamála - Skúla Thoroddsen og fór til Ísafjarðar árið eftir. Árið 1899 fór Hannes á landhelgisbátnum Ingjaldi út í breska togarann Royalist, sem var að ólöglegum veiðum í íslenskri landhelgi í Dýrafirði. Togarinn kafsigldi bátinn með þeim afleiðingum að þrír af þeim fjórum ósyndu mönnum sem voru með Hannesi í för drukknuðu. Bretarnir björguðu Hannesi um borð og hættu veiðunum.

Hannes sat á Alþingi fyrir Ísfirðinga 1900-1901 og fyrir Eyfirðinga 1903-1915. Loks var hann kjörinn af konungi til setu á Alþingi 1916-1922 en hann sat síðast á Alþingi 1917. Hann varð foringi Heimastjórnarmanna á Alþingi þegar dönsk ríkisstjórn Venstre féllst á hugmyndir Heimastjórnarmanna um ráðherra á Íslandi, og bauð Íslendingum heimastjórn að fyrra bragði, eftir að Valtýr Guðmundsson hafði fengið frumvarp sitt samþykkt á Alþingi 1901, árið 1903.

Ráðherra

breyta
 
Hannes Hafstein heilsar almenningi við þingsetningu við Dómkirkjuna í Reykjavík á fyrstu árum Heimastjórnarinnar.
 
Legsteinn í Hólavallagarði

Hannes varð fyrsti ráðherra Íslands frá og með 1. febrúar 1904. Meðan Hannes var ráðherra var sími lagður til landsins (sjá Símamálið). Deilur risu um uppkast að nýrri stjórnarskrá og var kosið um „Uppkastið“ árið 1908. Andstæðingar Uppkastsins unnu sigur og Björn Jónsson varð ráðherra 31. mars 1909. Þá varð Hannes bankastjóri Íslandsbanka.

Hannes varð ráðherra í annað sinn 24. júlí 1912, þá fyrir Sambandsflokk, þegar Kristján Jónsson lét af embætti, og sat til 21. júlí 1914. Á því tímabili var fánamálið mjög til umræðu, og tapaði Hannes atkvæðagreiðslu um skipan nefndar um tilhögun og tillögugerð í fánamálinu. Tók Sigurður Eggerz við ráðherraembætti af Hannesi. Hannes settist þá aftur í bankastjórastól Íslandsbanka og sat þar til 1917 er hann sagði af sér vegna heilsubrests.

Tilvitnanir

breyta
  1. „Inspector scholae frá 1879“. Menntaskólinn í Reykjavík.

Tenglar

breyta

Sögur og kvæði

breyta


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Ráðherra Íslands
(1. febrúar 190431. mars 1909)
Eftirmaður:
Björn Jónsson
Fyrirrennari:
Kristján Jónsson
Ráðherra Íslands
(25. júlí 191221. júlí 1914)
Eftirmaður:
Sigurður Eggerz
Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Inspector scholae
(18791880)
Eftirmaður:
Þorleifur Jónsson