1869
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1869 (MDCCCLXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 21. nóvember - Skotfélag Keflavíkur var stofnað.
- Dauðarefsing var felld niður vegna dulsmáls og blóðskammar í takt við ný dönsk lög. [1]
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Miðdalskirkja var byggð í Mosfellsprestakalli.
Fædd
- 25. apríl - Jón J. Aðils, sagnfræðingur.
Dáin
Erlendis
breyta- 1. mars - Dmítríj Mendelejev birti fyrstu útgáfuna af lotukerfinu.
- 4. mars - Ulysses S. Grant varð 18. forseti Bandaríkjanna.
- 17. apríl - Morelos varð fylki í Mexíkó.
- 10. júlí - Gävle eyðilagðist í eldi í Svíþjóð.
- 5. september - Fyrsti steinninn er lagður í grunn Neuschwanstein-kastala.
- 11. september - Wallace-minnismerkið var fullgert við Stirling í Skotlandi.
- 17. nóvember - Súesskurðurinn var tilbúinn til siglinga.
- Dönsku Austur-Indíur lögðust af eftir að Danir seldu síðustu eyjarnar til Breta.
- Skáldsagan Sæfarinn kom út eftir Jules Verne.
- Kúgun kvenna, bók eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill kom út.
- Paul Langerhans uppgötvaði frumuþyrpingar í brisinu, kenndar síðar við hann; Langerhans-eyjar.
Fædd
- 15. janúar - Stanisław Wyspiański, pólskur listmálari (d. 1907).
- 21. janúar - Grígorí Raspútín, rússneskur dulspekingur (d. 1916).
- 26. febrúar - Nadesjda Krúpskaja, rússnesk byltingarkona (d. 1939).
- 18. mars - Neville Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands (d. 1940).
- 11. apríl - Gustav Vigeland, norskur myndhöggvari (d. 1943).
- 17. júní - Emma Goldman, litáískur stjórnleysingi.
- 17. september - Christian Lous Lange, norskur sagnfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1938).
- 2. október - Mohandas Gandhi, pólitískur leiðtogi Indverja (d. 1948).
- 11. nóvember - Viktor Emmanúel 3., konungur Ítalíu (d. 1947).
- 22. nóvember - André Gide, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1951).
- 22. desember - Alfred Edward Taylor, breskur heimspekingur (d. 1945).
- 31. desember - Henri Matisse, franskur listmálari (d. 1954).
Dáin
- 8. mars - Hector Berlioz, franskt tónskáld (f. 1803).
- 8. október - Franklin Pierce, Bandaríkjaforseti (f. 1804).
- 23. október - Edward Smith-Stanley, jarl af Derby, forsætisráðherra Bretlands (f. 1799).
Tilvísanir
breyta- ↑ Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi? Vísindavefurinn.