Georgíj Zhúkov
Georgíj Konstantínovítsj Zhúkov (1. desember 1896 – 18. júní 1974) var sovéskur hershöfðingi. Zhúkov var einn mikilvægasti hershöfðingi Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni og tók hann þátt í mörgum af helstu orrustunum á austurvígstöðvunum; meðal annars orrustunni um Stalíngrad, orrustunni um Leníngrad, orrustunni um Kúrsk og aðal þátt allra orrustunni um Berlín sem Sovétmenn yfirtóku.
Georgíj Zhúkov | |
---|---|
Георгий Жуков | |
Varnarmálaráðherra Sovétríkjanna | |
Í embætti 9. febrúar 1955 – 26. október 1957 | |
Forsætisráðherra | Níkolaj Búlganín |
Forveri | Níkolaj Búlganín |
Eftirmaður | Rodíon Malínovskíj |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1. desember 1896 Strelkovka, rússneska keisaradæminu |
Látinn | 18. júní 1974 (77 ára) Moskvu, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna (1917–1957) |
Maki | Aleksandra Zúíkova (g. 1953; sk. 1965) Galína Semjonova (g. 1965; d.1973) |
Börn | 4 |
Starf | Hermaður |
Undirskrift |
Í ágúst 1942 var Zhúkov sendur til Stalíngrad til að stjórna vörn Sovétmanna gegn Þjóðverjum. Í Stalíngrad skipulagði Zhúkov Úranus-aðgerðina sem hrint var í framkvæmd í nóvember 1942. Aðgerðin fól það í sér að sjötti her Þjóðverja, undir stjórn Friedrichs Paulus var umkringdur í Stalíngrad, sem leiddi til þess að sjötti herinn gafst upp í febrúar 1943 og Sovétmenn unnu borgina á sitt vald.
Zhúkov átti einnig þátt í að brjóta á bak aftur umsátrið um Leníngrad og hann var yfirmaður herafla Sovétmanna í orrustunni við Kursk árið 1943, þar sem Sovétmenn stöðvuðu síðustu sókn Þjóðverja á austurvígstöðvunum. Zhúkov tók þátt í sókn Sovétmanna til vesturs allt til stríðsloka og var hann viðstaddur uppgjöf Þjóðverja í Berlín í maí 1945.
Eftir stríðið var Zhúkov ráðherra varnarmála um tíma, undir stjórn Níkíta Khrústsjov, en féll svo í ónáð og var þvingaður til að setjast í helgan stein.