Miðvikudagur
vikudagur
Miðvikudagur er 4. dagur hverrar viku og er nafn hans af því dregið að hann er sá dagur sem er í miðri hverri viku. Miðvikudagur er á eftir þriðjudegi en á undan fimmtudegi. Til forna var dagurinn kenndur við Óðin, æðsta ás norrænnar goðafræði, og hét þá Óðinsdagur. Enn sjást merki þess bæði í dönsku (og öðrum norrænum málum) og ensku, onsdag og Wednesday. Núverandi heiti á sér hinsvegar samsvörun í þýsku, Mittwoch, og í færeysku, mikudagur.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Miðvikudagur.