Hin íslenska fálkaorða

Íslensk heiðursviðurkenning

Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning veitt einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin 1. janúar eða 17. júní.

Stjarna stórkrossriddara fálkaorðunnar

Orðan var stofnuð af Kristjáni X. þann 3. júlí 1921 til að sæma þá sem hafa eflt hag og heiður Íslands. Forseti Íslands afhendir orðuna en orðuhafar eru valdir af orðunefnd. Samningur milli nokkurra ríkja vegna heimsókna þjóðhöfðingja og orðuveitinga tengdum þeim er einnig ábyrgur fyrir stórum hluta orðuveitinga.

Við andlát orðuhafa ber afkomendum að skila orðunni þó að það muni sjaldan gert. Ein orða nýtur þó undantekningar frá þessu, stórkross sem að átti að veita Jóhannesi Kjarval 1965 en hann afþakkaði. Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í Listasafni Íslands en Jóhannes vildi aldrei fá hana í hendur.

Stig fálkaorðunnar

breyta

Í hækkandi virðingarröð:

  • Riddarakross
  • Stórriddarakross
  • Stórriddarakross með stjörnu
  • Stórkross
  • Keðja ásamt stórkrossstjörnu (einungis fyrir þjóðhöfðingja)

Tengt efni

breyta
Orðuveitingar
Hinnar íslensku
fálkaorðu
2021-2030
2011-2020
2001-2010
1991-2000
1981-1990
1971-1980
1961-1970
1951-1960
1941-1950
1931-1940
1921-1930

Heimildir

breyta
  • „Forsetavefurinn:Fálkaorðan“. Sótt 11. desember 2005.
  • „Morgunblaðið (Hátíðarblaðið), 26. júní 1930, bls. 44 - Fálkaorðan“. Sótt 2. júlí 2017.
  • „Morgunblaðið, 4. mars 1979, bls. 15 - Kjarvals-orðan í Listasafninu“. Sótt 2. júlí 2017.