Föstudagur

vikudagur

Föstudagur er 6. dagur vikunnar. Dagurinn er á eftir fimmtudegi en á undan laugardegi. Nafnið er dregið af því, að þennan dag skyldi fólk fasta á kjöt. Dagurinn er seinasti almenni vinnudagur vikunnar. Til forna var dagurinn kenndur við Freyju og hét Frjádagur. Það nafn er enn við lýði í dönsku, sænsku, norsku, ensku og þýsku: Fredag, Friday og Freitag.

Frumbygginn í sögu Daniels Defoe um Róbinson Krúsó hét Friday, sem var íslenskað sem Frjádagur.

Tenglar

breyta