1850
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1850 (MDCCCL í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 17. janúar - Pereatið: Nemendur mótmæltu rektor Lærða skólans, Sveinbirni Egilssyni sem vildi skylda nemendur í bindindisfélag.
- 20. febrúar - Dómkirkjuhneykslið: Ritstjóri Þjóðólfs, Sveinbjörn Hallgrímsson, gagnrýndi dómkirkjuprest fyrir störf sín. Þjóðólfur var bannaður til prentunar í kjölfarið.
- 25. september - Fyrsta heildarlöggjöf um erfðir gekk í gildi á Íslandi og samkvæmt henni skyldu dætur njóta sama réttar til arfs og synir.
- Fyrsta íslenska skáldsagan, Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen, kom út.
- Bygð hófst í Bakkaseli við Öxnadalsheiði.
Fædd
- 20. mars - Jón Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður (d. 1916).
- 12. júní - Þórunn Jónassen, kvenréttindakona og bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1922).
- 14. júlí - Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands (d. 1919).
Dáin
Erlendis
breyta- 31. janúar - Háskólinn í Rochester var stofnaður í New York.
- 4. apríl og 15. apríl - Los Angeles og San Francisco urðu borgir í Kaliforníu.
- 25. maí - Fyrsti flóðhestur kom til Evrópu frá því á tímum Rómverja, hann fór í dýragarðinn í London.
- 1. júní - Hafið var að flytja fanga frá Bretlandi til Ástralíu.
- 9. júlí - Millard Fillmore varaforseti tók við embætti forseta Bandaríkjanna þegar Zachary Taylor lést.
- 28. ágúst - Óperan Lohengrin eftir Richard Wagner frumsýnd.
- 9. september - Kalifornía varð 31. ríki Bandaríkjanna. Svæði voru skipulögð fyrir Nýju Mexíkó og Utah.
- 12. september - Jarðskjálfti varð í Sichuan, Kína. Yfir 20.000 létust.
- Desember - Taiping-uppreisnin í Kína hófst.
- Harriet Tubman fór að hjálpa bandarískum strokuþrælum að komast til Kanada í gegnum norðurríki Bandaríkjanna.
- Góðtemplarahreyfingin stofnuð í Bandaríkjunum.
- Tékkneski bílaframleiðandinn Tatra var stofnaður.
- Hungursneyðin á Írlandi tók að hjaðna.
- Lehman Brothers-bankinn hóf starfsemi (gjaldþrota 2008).
Fædd
- 14. janúar - Pierre Loti, franskur sjómaður og rithöfundur (d. 1923).
- 24. janúar - Hermann Ebbinghaus, þýskur heimspekingur og sálfræðingur (d. 1909).
- 18. apríl - Clarence Darrow, bandarískur lögfræðingur (d. 1938).
- 5. ágúst - Guy de Maupassant, franskur rithöfundur (d. 1893).
- 13. nóvember - Robert Louis Stevenson, skoskur rithöfundur (d. 1894).
Dáin
- 20. janúar - Adam Gottlob Oehlenschläger, danskt skáld (1779).
- 28. mars - Bernt Michael Holmboe, norskur stærðfræðingur (f. 1795).
- 16. apríl - Marie Tussaud, frönsk vaxmyndagerðarkona (f. 1761).
- 23. apríl - William Wordsworth, bandarískt skáld (f. 1770).
- 24. maí - Otto Liebe, danskur forsætisráðherra (d. 1929).
- 2. júlí - Robert Peel, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1788).
- 9. júlí - Zachary Taylor, 12. forseti Bandaríkjanna (f. 1784).
- 18. ágúst - Honoré de Balzac, franskur rithöfundur (f. 1799).
- 26. ágúst - Loðvík Filippus, síðasti konungur Frakklands (f. 1773).