1316
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1316 (MCCCXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Halastjarna sást á himni „oftliga frá fyrstu jólanótt allt til purificationem beate Marie“ samkvæmt Gottskálksannál, eða frá 25. desember 1315 til 2. febrúar 1316.
- Möðruvallaklaustur brann í kjölfar veislu hjá munkunum þar.
- Miklar deilur hófust milli Auðunar rauða Hólabiskups og kirkjuhöfðingja á Norðurlandi.
- Bygging Auðunarstofu hófst á Hólum.
- Mikið sjávarflóð á Eyrarbakka.
- Hákon háleggur Noregskonungur gerði íslensku höfðingana Grím Þorsteinsson, Guðmund Sigurðsson og Eirík Sveinbjarnarson að riddurum.
- Lárentíus Kálfsson, Árni sonur hans og Bergur Sokkason tóku vígslu sem munkar í Þingeyraklaustri.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 7. ágúst - Jóhannes XXII (Giacomo Duése) var kjörinn páfi, meira en tveimur árum eftir lát fyrirrennara síns, Klemens V.
- 10. ágúst - Síðari orrustan um Athenry. Yfir 5000 manns féllu og Normannar náðu aftur yfirráðum á Írlandi.
- 15. nóvember - Klementía af Ungverjalandi, drottning Frakklands, ól son fimm mánuðum eftir lát manns síns, Loðvíks 10. Drengurinn, Jóhann 1., lifði aðeins í 5 daga og föðurbróðir hans, Filippus 5., varð konungur 20. nóvember.
- Hungursneyðin mikla 1315-1317 náði hámarki.
- Mondino de Luzzi skrifaði fyrstu bókina um líffærafræði.
- Sterlingspundið féll meira í verði en nokkru sinni í sögu Bretlands og var verðbólgan 100.04% á einu ári.
Fædd
- 2. mars - Róbert 2. Skotakonungur (d. 1390).
- 1. maí - Karl 4., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1378).
- 15. nóvember - Jóhann 1. Frakkakonungur.
- Magnús Eiríksson smek, Svíakonungur (d. 1374).
- Símon stolti, stórfursti í Moskvu (d. 1353).
Dáin
- 12. mars - Stefán Dragútín, konungur Serbíu.
- 5. júní - Loðvík 10. Frakkakonungur (f. 1289).
- 20. nóvember - Jóhann 1. Frakkakonungur.
- Marjorie Bruce, dóttir Róberts 1. Skotakonungs og ættmóðir Stúart-ættar (f. 1296).