Godfrey Harold Hardy
Godfrey Harold Hardy (7. febrúar 1877 – 1. desember 1947) var breskur stærðfræðiprófessor, kunnur fyrir verk sín í talnafræði og stærðfræðigreiningu.
Hardy var meðal fremstu stærðfræðinga á fyrri hluta 20. aldarinnar. Einkum er hann kunnur á meðal leikmanna fyrir að hafa skrifað bókina „Málsvörn stærðfræðings“ þar sem hann útskýrir eðli og markmið hreinstærðfræðinnar.