1016
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1016 (MXVI í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- 25. mars - Nesjaorrusta í Noregi. Ólafur digri vann sigur á liði Sveins Hákonarsonar Hlaðajarls.
- 23. apríl - Játmundur járnsíða varð konungur Englands eftir lát föður síns Aðalráðs ráðlausa.
- Normannar komu til Sikileyjar.
- 18. október - Játmundur járnsíða laut í lægra haldi fyrir her Knúts mikla í orrustunni við Ashingdon.
- Október - Knútur mikli og Játmundur járnsíða skiptu Englandi milli sín.
- 30. nóvember - Knútur mikli varð konungur Englands við lát Játmundar járnsíðu.
- Ólafur Haraldsson digri var tekinn til konungs í Noregi á Eyraþingi.
- Undanþágur frá kristnum sið á Íslandi (launblót, útburður barna og hrossakjötsát) voru afnumdar að undirlagi Ólafs digra.
- Jarðskjálftar skemmdu Klettamoskuna í Jerúsalem.
Fædd
breyta- Játvarður útlagi, sonur Játmundar járnsíðu (d. 1057).
Dáin
breyta- 23. apríl - Aðalráður ráðlausi konungur Englands (f. um 968).
- 30. nóvember - Játmundur járnsíða konungur Englands (f. 989).