Halldór Stefánsson

Halldór Stefánsson (1. desember 1892 - 5. janúar 1979) var íslenskur rithöfundur, þýðandi og prentari. Hann er aðallega þekktur fyrir smásögur sínar.

Halldór var fæddur í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Stefán Stefánsson póstafgreiðslumaður á Eskifirði og kona hans Margrét Halldórsdóttir. Hann lærði til prentara og vann við þá iðn um skeið en lengst hann vann hann við bankastörf, fyrst á Eskifirði en síðan í Reykjavík. Halldór var atkvæðamikill þýðandi, þýddi m.a. verk eftir Maxim Gorkí, Jack London og Zaharia Stancu. Hann var einn af stofnendum Félags byltingarsinnaðra rithöfunda og Máls og menningar sem var stofnuð á heimili Halldórs að Barónstíg 55 árið 1937. Halldór var kvæntur Gunnþórunni Karlsdóttur og eignuðust þau eina dóttur.

Helstu verkBreyta

  • Í fáum dráttum (1930)
  • Innan sviga (1945)
  • Sextán sögur (1956)
  • Á færibandi örlaganna (1973)

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.