2014
ár
(Endurbeint frá Júní 2014)
Árið 2014 (MMXIV í rómverskum tölum) var 14. ár 21. aldar samkvæmt gregoríska tímatalinu og almennt ár sem hófst á miðvikudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Lettland tók upp evruna.
- 1. janúar - Fyrstu kannabisverslanirnar voru opnaðar í Colorado í Bandaríkjunum.
- 7. janúar - Metkuldi mældist í Bandaríkjunum og Kanada með allt að 53° frosti í Montana.
- 16. janúar - Ný stjórnarskrá Egyptalands var samþykkt með 90% atkvæða en aðeins 38,5% kjörsókn.
- 17. janúar - Hery Rajaonarimampianina var kosinn forseti Madagaskar.
- 18. janúar - Bruninn í Lærdal 2014: 40 byggingar í Lærdal í Noregi eyðilögðust í bruna.
- 21. janúar - Fiat keypti upp afgang hlutabréfa í bílaframleiðandanum Chrysler Group og varð við það sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims.
- 22. janúar - Önnur friðarráðstefnan í Genf samþykkti að leita diplómatískra leiða til að binda endi á borgarastyrjöldina í Sýrlandi.
- 22. janúar - Úkraínukreppan: 5 létust í átökum mótmælenda og lögreglu í Kíev.
- 27. janúar - Eldsvoðinn í Flatanger 2014: 64 byggingar í bænum Flatanger í Noregi eyðilögðust eða skemmdust í bruna.
- 29. janúar - Úkraínukreppan: Ríkisstjórnin sagði af sér og aflétti neyðarlögum.
Febrúar
breyta- Febrúar - Alvarlegur ebólufaraldur hófst í Vestur Afríku.
- 1. febrúar - 14 létust þegar eldfjallið Sinabung á Súmötru gaus.
- 2. febrúar - Sýrlandsher varpaði tunnusprengjum á hverfi í Aleppó með þeim afleiðingum að 85 létust.
- 4. febrúar - Óeirðir brutust út í Bosníu og Hersegóvínu.
- 7. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 2014 hófust í Sotsjí í Rússlandi.
- 13. febrúar - Belgía lögleiddi dánaraðstoð á dauðvona sjúklingum.
- 16. febrúar - 13 suðurkóreskir ferðamenn létust í sprengjuárás á rútu í Kaíró.
- 20. febrúar - Úkraínukreppan: 100 létust í átökum lögreglu og mótmælenda í Kíev.
- 22. febrúar - Úkraínska byltingin: Úkraínska þingið vísaði Víktor Janúkovytsj, forseta landsins, úr embætti og skipaði Oleksandr Túrtsjynov sem nýjan forseta í kjölfar mannskæðra mótmæla í Kænugarði.
- 22. febrúar - Matteo Renzi tók við embætti sem forsætisráðherra Ítalíu.
- 22. febrúar - Ísland dró aðildarumsókn sína að Evrópusambandinu til baka.
- 25. febrúar - 59 drengir voru myrtir í árás á skóla í Yobe-fylki í Nígeríu. Talið er að Boko Haram beri ábyrgð á árásinni.
- 27. febrúar - Rússland sendi óeinkennisklædda hermenn til Krímskaga í Úkraínu og hélt því fram að þeir væru aðskilnaðarsinnar frá Krímskaga. Skömmu síðar var Krímskagi innlimaður í Rússland eftir umdeilda atkvæðagreiðslu íbúa.
Mars
breyta- 1. mars - Rússland sendi herlið til Krímskaga.
- 5. mars - Venesúela sleit öll stjórnmálatengsl við Panama og sakaði stjórn Panama um samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum.
- 8. mars - Malaysian Airlines flug 370, með 239 manns innanborðs, hvarf af ratsjám á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.
- 13. mars - 301 námuverkamaður fórst í sprengingu í námu í Soma, Tyrklandi.
- 16. mars - Umdeild atkvæðagreiðsla meðal íbúa Krímskaga, hvort skaginn skyldi verða hluti af Rússlandi, fór fram.
- 21. mars - Krímskagi var formlega innlimaður í Rússland.
- 24. mars - Rússland var rekið úr G8 af hinum sjö ríkjunum í kjölfar innlimunar Krímskaga.
- 27. mars - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði að Krímskagi tilheyrði Úkraínu en ekki Rússlandi.
- 31. mars - Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði að hvalveiðar Japana í Suður-Íshafi gætu ekki talist í vísindaskyni og ættu ekki að fá fleiri leyfi.
Apríl
breyta- 6. apríl - Rússneski fáninn var dreginn að húni í mótmælum í Donetsk og Karkiv í Úkraínu.
- 7. apríl - Alþýðulýðveldið Donetsk lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
- 7. apríl - Fjölmennustu kosningar sögunnar fóru fram þegar þingkosningar hófust á Indlandi. 815 milljónir voru á kjörskrá.
- 10. apríl - Evrópuráðið svipti Rússland atkvæðisrétti sínum tímabundið vegna innlimunar Krímskaga.
- 14. apríl - 276 stúlkum var rænt úr skóla í Chibok í Nígeríu. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram lýstu yfir ábyrgð á mannránunum. Skömmu síðar sluppu 53 stúlkur frá mannræningjunum en hinar voru seldar í hjónabönd með meðlimum samtakanna.
- 14. apríl - 75 létust þegar bílsprengja sprakk í höfuðborg Nígeríu, Abuja.
- 16. apríl - 304 manns létust þegar ferjunni Sewol hvolfdi í Suður-Kóreu.
- 18. apríl - 16 nepalskir fjallaleiðsögumenn fórust þegar snjóflóð féll í Everestfjalli nærri grunnbúðum Everest.
- 27. apríl - Páfarnir Jóhannes 23. og Jóhannes Páll 2. voru teknir í dýrlinga tölu.
- 28. apríl - Bandaríkin beittu viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi vegna deilunnar um Krímskaga.
Maí
breyta- 2. maí - Bruninn í verkalýðsbyggingunni í Odesa 2014: 42 andstæðingar stjórnarinnar í Kænugarði létust í bruna í byggingu í Odesa eftir fjölmenn mótmæli.
- 2. maí - Yfir 2000 manns fórust í skriðuföllum í norðurhluta Afganistan.
- 5. maí - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að útbreiðsla lömunarveiki í 10 löndum væri orðin að alþjóðlegu heilbrigðisvandamáli.
- 5. maí - Hryðjuverkasamtökin Boko Haram drápu um 300 manns í árás á Gamboru Ngala í Nígeríu.
- 8. maí - Luis Guillermo Solís tók við embætti forseta Belís.
- 10. maí - Conchita Wurst sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 fyrir Austurríki með laginu „Rise Like a Phoenix“.
- 12. maí - Alþýðulýðveldið Luhansk lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
- 13. maí - Yfir 300 fórust í sprengingu í kolanámu í Soma í Tyrklandi.
- 14. maí - Besti flokkurinn bauð sig ekki fram að öðru sinni í sveitarstjórnarkosningum og var þar af leiðandi lagður niður.
- 15. maí - Safn um hryðjuverkin 11. september 2001 var vígt í Bandaríkjunum.
- 18. maí - Hersveitir Khalifa Haftar frömdu valdarán í Líbýu, hertóku Trípólí og gerðu loftárásir á Benghazi.
- 20. maí - 118 manns látast í sprengjuárás í Jos í Nígeríu.
- 22. maí - Taílandsher steypti bráðabirgðastjórn Niwatthamrong Boonsongpaisan af stóli eftir að henni hafði mistekist að taka á óeirðum í landinu.
- 22. maí - Alþýðulýðveldin Luhansk og Donetsk lýstu yfir stofnun Nýja-Rússlands.
- 24. maí - 4 létust þegar maður hóf skothríð á Gyðingasafnið í Brussel.
Júní
breyta- 2. júní - Jóhann Karl 1. Spánarkonungur tilkynnti að hann hygðist afsala sér völdum og láta krúnuna í hendur syni sínum, Filippusi 6.
- 3. júní - Bashar al-Assad var kjörinn forseti Sýrlands með 88% atkvæða þrátt fyrir borgarastyrjöldina í landinu.
- 5. júní - Vopnaður hópur súnnímúslima sem kallaði sig Íslamska ríkið í Írak og Mið-Austurlöndum hóf sókn í Norður-Írak.
- 7. júní - Petró Pórósjenkó tók við völdum sem forseti Úkraínu.
- 11. júní - Íslamska ríkið náði Tikrit á sitt vald.
- 12. júní - Þrír ísraelskir táningar hurfu þegar þeir ferðuðust frá Betlehem til Hebron.
- 12. júní-13. júlí - Heimsmeistaramót í knattspyrnu karla var haldið í Brasilíu.
- 14. júní - Úkraínukreppan: 49 áhafnarmeðlimir úkraínskrar flutningavélar fórust þegar hún var skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins með flugskeyti.
- 16. júní - 48 voru drepin þegar hryðjuverkamenn al-Shabab réðust á bæinn Mpeketoni í Kenýa.
- 19. júní - Filippus 6. var krýndur Spánarkonungur.
- 28. júní - Skotárásarinnar í Sarajevó 1914 var minnst víða um heim.
- 29. júní - Íslamska ríkið lýsti yfir stofnun kalífadæmis með Abu Bakr al-Baghdadi sem kalífa.
Júlí
breyta- 1. júlí - Hálf milljón íbúa Hong Kong mótmæltu fyrirhugaðri aukningu áhrifa kínverska miðstjórnarvaldsins í borginni.
- 2. júlí - Morðið á Mohammed Abu Khdeir: Ísraelskir landnemar rændu og myrtu palestínskan táning í hefndarskyni fyrir þrjá ísraelska táninga sem Hamas myrti 12. júní.
- 8. júlí - Átök milli Ísraels og Hamas hófust þegar Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasaströndinni.
- 13. júlí - Þýskaland vann heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla eftir sigur gegn Argentínu.
- 14. júlí - Ashraf Ghani var kjörinn forseti Afganistans í annarri umferð forsetakosninga þar í landi.
- 17. júlí - Malaysia Airlines flug 17, með 298 manns innanborðs, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu.
- 17. júlí - Ísraelsher gerði innrás í Gasaströndina.
- 23. júlí - Samveldisleikarnir 2014 hófust í Glasgow.
- 24. júlí - Air Algérie flug 5017, með 116 manns innanborðs, fórst í Malí.
- 28. júlí - Ísraelskt flugskeyti lenti á skóla sem rekinn var á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Ansar al Sharia lýsti yfir stofnun íslamsks emírats í Benghazi í Líbýu.
- 3. ágúst - 7 börn létust og 30 slösuðust þegar flugskeyti frá Ísraelsher lenti á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni.
- 7. ágúst - Tveir leiðtogar Rauðu kmeranna, Nuon Chea og Khieu Samphan, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
- 8. ágúst - Bandaríkjaher hóf loftárásir gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu í Norður-Írak.
- 9. ágúst - Hvítur lögreglumaður skaut þeldökka táninginn Michael Brown til bana í Ferguson (Missouri) sem leiddi til öldu mótmæla.
- 10. ágúst - Fyrstu beinu forsetakosningarnar fóru fram í Tyrklandi samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Recep Tayyip Erdoğan var kjörinn forseti með 52% atkvæða.
- 16. ágúst - Sveitir Íslamska ríkisins myrtu 312 jasída í bænum Kojo í Norður-Írak.
- 18. ágúst - Fornleifauppgröftur hófst við Borgring í Danmörku. Hann leiddi í ljós hringborg frá víkingatímanum.
- 26. ágúst - Samið var um vopnahlé milli Ísraels og Palestínumanna eftir 7 vikna átök.
- 29. ágúst - Eldgos hófst í Holuhrauni norðan við Bárðarbungu í Vatnajökli. Gosið stóð í 6 mánuði samfleytt.
September
breyta- 5. september - Samið var um vopnahlé milli Úkraínustjórnar og rússneskra aðskilnaðarsinna.
- 8. september - Breska konungsfjölskyldan tilkynnti að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín, hertogaynja af Cambridge, ættu von á sínu öðru barni.
- 13. september - Bandaríkin lýstu Íslamska ríkinu stríð á hendur.
- 18. september - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands 2014 fór fram. Tillaga um sjálfstæði var felld með 55% atkvæða.
- 20. september - Tyrkland opnaði landamæri sín fyrir 70.000 Kúrdum á flótta undan Íslamska ríkinu í Sýrlandi.
- 22. september - Bandaríkjaher ásamt bandamönnum hóf loftárásir á Íslamska ríkið í Sýrlandi.
- 26. september - Þúsundir andstæðinga stjórnar Islam Karimov í Úsbekistan voru handteknir.
- 27. september - 63 fórust þegar eldfjallið Ontake á Japan hóf að gjósa.
- 28. september - Mótmælin í Hong Kong 2014: Þúsundir mótmælenda tóku yfir skrifstofur stjórnar Hong Kong.
Október
breyta- 3. október - Borgarastyrjöldin í Malí: 9 friðargæsluliðar létu lífið í árás á bílalest Sþ milli Menaka og Ansongo.
- 5. október - Umsátrið um Kobanî: Íslamska ríkið réðist inn í borgina Kobanî í norðurhluta Sýrlands.
- 5. október - Fjöldagröf með líkamsleifum 30 kennaranema sem hafði verið rænt af lögreglu í Iguala í Mexíkó fundust.
- 5. október - Svíþjóð varð fyrsta Evrópusambandslandið sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínuríkis.
- 18. október - 20 létust í árás uppreisnarmanna í ADF-Nalu á bæinn Byalos í Austur-Kongó.
- 20. október - Joko Widodo tók við embætti sem forseti Indónesíu.
- 28. október - HTML5 varð að formlegum W3C-tilmælum.
- 31. október - Forseti Búrkína Fasó, Blaise Compaoré, sagði af sér eftir að herinn tók völdin.
- 31. október - Geimfarið VSS Enterprise, af gerðinni SpaceShipTwo, hrapaði. Einn flugmaður fórst.
Nóvember
breyta- 2. nóvember - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar birti lokahluta Fimmtu matsskýrslu sinnar sem talaði um „alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar“ loftslagsbreytinga.
- 3. nóvember - Skýjakljúfurinn One World Trade Center í New York-borg var opnaður almenningi.
- 9. nóvember - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu var haldin. Yfir 80% samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði. Hæstiréttur Spánar hafði áður dæmt þjóðaratkvæðagreiðsluna ólöglega.
- 12. nóvember - Evrópska geimferðastofnunin losaði lendingarfarið „Philae“ frá geimfarinu Rosetta og lenti því á halastjörnunni 67P/Tjurjumov-Gerasienko. Þetta var í fyrsta sinn sem geimfar lenti á halastjörnu.
- 19. nóvember - 150 cm snjór féll á skömmum tíma við Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum.
- 25. nóvember - Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu áttu sér stað í Ferguson (Missouri) vegna morðsins á Michael Brown.
Desember
breyta- 3. desember - Japanska geimferðastofnunin JAXA sendi ómannaða geimfarið Hayabusa2 til loftsteinsins 162173 Ryugu.
- 16. desember - 145 skólabörn og kennarar létust þegar Talíbanar gerðu árás á skóla í Peshawar í Pakistan.
- 17. desember - Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Raúl Castro forseti Kúbu tilkynntu að ríkin hygðust taka upp stjórnmálasamband á ný eftir 52 ára fjandskap.
- 22. desember - Beji Caid Essebsi varð forseti Túnis.
- 23. desember - Úkraínska þingið samþykkti að leggja hlutleysisstefnu landsins niður og sækja um aðild að NATO.
- 28. desember - Farþegaþotan Indonesia AirAsia flug 8501 fórst í Jövuhafi með 162 manns innanborðs.
- 28. desember - Eldur kom upp í ferjunni Norman Atlantic á Adríahafi. 11 fórust í eldinum.
- 28. desember - Atlantshafsbandalagið lýsti yfir formlegum endalokum aðgerða í Afganistan.
- 31. desember - 30 létust þegar sprengja sprakk í mosku í Ibb í Jemen þar sem hundruð sjíamúslima höfðu komið saman.
Dáin
breyta- 5. janúar - Eusébio, portúgalskur knattspyrnumaður (f. 1942).
- 9. janúar - Dale Mortensen, bandarískur hagfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1939).
- 11. janúar - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels (f. 1928).
- 20. janúar - Claudio Abbado, ítalskur hljómsveitarstjóri (f. 1933).
- 27. janúar - Pete Seeger, bandarískur söngvari (f. 1919).
- 1. febrúar - Maximilian Schell, austurrísk-svissneskur leikari (f. 1930).
- 2. febrúar - Philip Seymour Hoffman, bandarískur leikari (f. 1967).
- 5. febrúar - Carlos Borges, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1932).
- 9. febrúar - Gabriel Axel, danskur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. 1918).
- 10. febrúar - Shirley Temple, bandarísk leikkona (f. 1928).
- 13. febrúar - Ralph Waite, bandarískur leikari (f. 1928).
- 14. febrúar - Tom Finney, enskur knattspyrnumaður (f. 1922).
- 24. febrúar - Harold Ramis, bandarískur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. 1944).
- 1. mars - Alain Resnais, franskur leikstjóri (f. 1922).
- 23. mars - Adolfo Suárez, forsætisráðherra Spánar (f. 1932).
- 6. apríl - Mickey Rooney, bandarískur leikari (f. 1920).
- 17. apríl - Gabriel Garcia Marquez, kólumbískur rithöfundur (f. 1927).
- 29. apríl - Bob Hoskins, enskur leikari (f. 1942).
- 3. maí - Gary Becker, bandarískur hagfræðingur (f. 1930).
- 4. maí - Tatiana Samoilova, rússnesk leikkona (f. 1934).
- 15. maí - Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu (f. 1940).
- 17. maí - Gerald Edelman, bandarískur læknir (f. 1929).
- 25. maí - Wojciech Jaruzelski, pólskur leiðtogi (f. 1923).
- 28. maí - Maya Angelou, bandarískur rithöfundur (f. 1928).
- 15. júní - Casey Kasem, bandarískur leikari (f. 1932).
- 24. júní - Eli Wallach, bandarískur leikari (f. 1915).
- 7. júlí - Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu (f. 1928).
- 7. júlí - Alfredo Di Stéfano, argentínsk-spænskur knattspyrnumaður (f. 1926).
- 13. júlí - Nadine Gordimer, suður-afrískur rithöfundur (f. 1923).
- 19. júlí - James Garner, bandarískur leikari (f. 1928).
- 11. ágúst - Robin Williams, bandarískur leikari og grínisti (f. 1951).
- 12. ágúst - Lauren Bacall, bandarísk leikkona (f. 1924).
- 24. ágúst - Richard Attenborough, breskur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. 1923).