Beji Caid Essebsi

4. forseti Túnis (1926–2019)

Mohamed Beji Caid Essebsi (29. nóvember 1926 – 25. júlí 2019[1]) var túniskur stjórnmálamaður sem var forseti Túnis frá 31. desember 2014 þar til hann lést þann 25. júlí árið 2019. Hann hafði áður verið utanríkisráðherra landsins frá 1981 til 1986 og forsætisráðherra frá febrúar til desember árið 2011.[2][3]

Beji Caid Essebsi
محمد الباجي قائد السبسي
Beji Caid Essebsi árið 2011.
Forseti Túnis
Í embætti
31. desember 2014 – 25. júlí 2019
ForsætisráðherraMehdi Jomaa
Habib Essid
Youssef Chahed
ForveriMoncef Marzouki
EftirmaðurMohamed Ennaceur (starfandi)
Forsætisráðherra Túnis
Í embætti
28. febrúar 2011 – 24. desember 2011
ForsetiFouad Mebazaa (starfandi)
Moncef Marzouki
ForveriMohamed Ghannouchi
EftirmaðurHamadi Jebali
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. nóvember 1926
Sidi Bou Saïd, Túnis
Látinn25. júlí 2019 (92 ára) Túnisborg, Túnis
StjórnmálaflokkurNidaa Tounes (2012–2019)
MakiChadlia Fahrat Essebsi (g. 1958; d. 2019)
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Essebsi hafði verið virkur í túniskum stjórnmálum í um sex áratugi áður en hann varð leiðtogi landsins í kjölfar lýðræðisvæðingar þess eftir túnisku byltinguna árið 2011.[4] Essebsi var stofnandi stjórnmálaflokksins Nidaa Tounes, sem vann flest sæti í þingkosningum sem haldnar voru í landinu árið 2014. Í desember sama ár vann Essebsi fyrstu forsetakosningarnar sem haldnar voru eftir byltinguna og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins.[5] Essebsi hlaut um 55 prósent atkvæða á móti sitjandi forseta landsins, Moncef Marzouki.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. „Forseti Túnis látinn“. RÚV. 25. júlí 2019. Sótt 19. september 2019.
  2. "Tunisian PM Mohammed Ghannouchi resigns over protests", BBC News, 27. febrúar 2011.
  3. „Tunisian prime minister resigns amid protests“. Reuters (enska). 27. febrúar 2011. Sótt 25. júlí 2019.
  4. Carlotta Gall & Lilia Blaise, Béji Caïd Essebsi, President Who Guided Tunisia to Democracy, Dies at 92, New York Times (25. júlí 2019).
  5. Parker, Claire; Fahim, Kareem (25. júlí 2019). „Tunisian President Beji Caid Essebsi dies at 92“. Washington Post. Sótt 25. júlí 2019.
  6. „Essebsi sigraði í Túnis“. Morgunblaðið. 23. desember 2014. Sótt 19. september 2019.


Fyrirrennari:
Mohamed Ghannouchi
Forsætisráðherra Túnis
(28. febrúar 201124. desember 2011)
Eftirmaður:
Hamadi Jebali
Fyrirrennari:
Moncef Marzouki
Forseti Túnis
(31. desember 201425. júlí 2019)
Eftirmaður:
Mohamed Ennaceur
(til bráðabirgða)


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.