Conchita Wurst

austurrísk söngkona og dragdrottning

Thomas „Tom“ Neuwirth (f. 6. nóvember 1988), sem er betur þekktur sem hún Conchita Wurst, er Austurrískur söngvari. Conchita Wurst sigraði fyrir hönd Austurríkis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 í Kaupmannahöfn, Danmörku með 290 stig. Wurst kýs að nota kvenkyns fornöfn þegar talað er um sig.

Conchita Wurst
Conchita Wurst (2014)
Fæddur
Thomas Neuwirth

6. nóvember 1988 (1988-11-06) (35 ára)
StörfSöngkona

Æviágrip

breyta
 
Tom Neuwirth sem karlmaður 2007.

Neuwirth fæddist í Gmunden í Austurríki, árið 1988. Áður en að fara í drag vann Neuwirth við gluggaskreytingar, en birtist fyrst í fjölmiðlum í auglýsingu árið 2006. Árið 2007 komst Neuwirth í úrslit í Austurríska hæfileikaþættinum Starmania. En árið 2011 sneri Neuwirth aftur í sjónvarpið sem dragpersónan "Conchita Wurst". Conchita Wurst tók þátt í þættinum The Hardest Jobs of Austria, þar sem hún vann í fiskvinnslustöð, og í þættinum Wild Girls, þar sem hópur sjálfboðaliða þurfti að þrauka í óbyggðunum í Namibíu með innfæddum. Wurst var í dragi í þættinum.

Neuwirth útskrifaðist úr Tískuskólanum í Graz árið 2011, og hefur búið á ýmsum stöðum í Vínarborg síðan.

Tónlistarferill

breyta

2006–2007: Starmania og Jetzt anders!

breyta

Árið 2006 tók Neuwirth þátt í þriðju þáttaröð Austurríska hæfileikaþáttarins Starmania og endaði í öðru sæti. (Nadine Beiler varð í fyrsta sæti). Ári síðar stofnaði Neuwirth strákabandið Jetzt anders! sem hætti sama ár.

2011–2012: Die große Chance og Eurovision 2012

breyta

Árið 2011 kom persónan Conchita Wurst fyrst fram í þættinum Die große Chance sem sýndur var á ORF sjónvarpsstöðinni. Hún varð í öðru sæti í austurrísku Eurovision keppninni árið 2012.

2013–2014: Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014

breyta
Conchita Wurst kynnir sig.

Þann 10. September 2013 var það tilkynnt af austurríska ríkissjónvarpinu ORF að Wurst myndi keppa fyrir hönd Austurríkis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 sem haldin yrði í Kaupmannahöfn í Danmörku. Valið á Wurst olli miklum ágreiningi í Austurríki. Fjórum dögum eftir að ORF sjónvarpsstöðin hafði tilkynnt flytjandann voru fleiri en 31.000 manns búnir að líka við "Anti-Wurst" Facebook síðu. Í október kom fram beðni til BTRC, ríkissjónvarps Hvíta-Rússlands um að þurrka flutning Conchitu úr útsendingunni. Beiðnin hélt því fram að hún myndi breyta Eurovision í algera Sódómu. Í desember kom fram svipuð beiðni í Rússlandi. Og í mars 2014 kom lag Conchitu Wurst út, "Rise Like a Phoenix". Lagið komst áfram í fyrri undanúrslitunum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 þann 8. maí. Conchita vann svo glæsilegan sigur með 290 stig.

Útgefið efni

breyta

Smáskífur

breyta
Ár Titill Hæsta sæti á metsölulista eftir löndum Plata
Austurríki
Belgía
Danmörk
Þýskaland
Írland
Holland
Svíþjóð
Sviss
Bretland
2011 "Unbreakable" 32 Ekki gefið út á plötu
2012 "That's What I Am" 12
2014 "Rise Like a Phoenix" 1 8 6 5 10 3 27 2 17
"—" merkir að smáskífa komst ekki á metsölulista eða var ekki gefið út í því landi.

Tenglar

breyta

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta