Lauren Bacall
Lauren Bacall (f. Betty Joan Perske; 16. september 1924 – 12. ágúst 2014) var bandarísk leikkona sem sló fyrst í gegn í kvikmyndum þar sem hún lék aðalkvenhlutverkið á móti Humphrey Bogart, eins og Svefninn langi (1946). Þau giftu sig árið 1945. Á 6. áratugnum lék hún í nokkrum gamanmyndum eins og Að krækja sér í ríkan mann (How To Marry a Millionaire) með Marilyn Monroe (1953) og Tískuteiknarinn (Designing Woman) með Gregory Peck (1957). Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Tvö andlit spegilsins (The Mirror Has Two Faces) eftir Barbra Streisand (1996).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lauren Bacall.
Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.