Kharkív

(Endurbeint frá Karkiv)

Kharkív (úkraínska: Ха́рків [ˈxɑrkiu̯] (framburður), einnig þekkt sem Kharkov (rússneska: Харькoв [ˈxarʲkəf]) er borg í norðausturhluta Úkraínu. Hún er önnur stærsta borg landsins og höfuðstaður Kharkívfylkis. Íbúafjöldi borgarinnar var um 1,4 milljón árið 2021. Um tveir af þremur íbúum eru rússneskumælandi.

Dómkirkjan í Kharkív.

Í mars 2022 voru gerðar harðar árásir á borgina af hendi Rússa þegar þeir réðust inn í Úkraínu. Um helmingur íbúa flúði borgina og yfir 500 létust þá. Árásir héldu áfram út árið.

Tengt efni

breyta


   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.