Opna aðalvalmynd
Nadine Gordimer

Nadine Gordimer (20. nóvember 1923 - 13. júlí 2014) var suður-afrískur rithöfundur og pólitískur aðgerðastefnusinni. Bækur Gordimer fjalla fyrst og fremst um siðferðilega þætti samfélagsins og málefni kynþáttanna, einkum áhrif aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku á samfélagið. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1991.

TenglarBreyta