Tikrit
Tikrit (تكريت, Tikrīt) er bær í Írak, 140km norðvestan við Bagdad, á bökkum árinnar Tígris. Áætlaður íbúafjöldi árið 2002 var tæp 30 þúsund. Bærinn er höfuðstaður stjórnsýsluumdæmisins Salah ad-Din.
Tikrit er frægastur fyrir að vera fæðingarstaður Saladíns (um 1138) og Saddams Hussein (1937).