Þröstur Leó Gunnarsson
Þröstur Leó Gunnarsson (fæddur 23. apríl 1961) er íslenskur leikari sem hefur leikið í mörgum kvikmyndum, til dæmis Nóa albínóa, Reykjavík Rotterdam og Brúðgumanum. Hann hefur tvisvar unnið til Edduverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki.
Þröstur útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1985 og hóf þá störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Næstu ár tók hann þátt í flestum uppsetningum leikfélagsins, m.a. Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck, Platonov eftir Anton Tsjekov, Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson og Hamlet eftir William Shakespeare. Þröstur var ógleymanlegur Hamlet árið 1988 í Iðnó og tíu árum síðar var hann frábær í hlutverki hins geðsjúka Frankós í leikritinu Trainspotting sem sýnt var í Loftkastalanum.
Upphafið af kvikmyndaferli hans var hlutverk í myndinni Eins og skepnan deyr sem Hilmar Oddsson leikstýrði árið 1986. Upp úr því birtist hann í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, líklega er hann þekktastur fyrir hlutverk sín í 101 Reykjavík sem Baltasar Kormákur leikstýrði, Nóa albínóa eftir Dag Kára og mörgum Áramótaskaupum Ríkissjónvarpsins,.
Árið 2003 vann Þröstur Leó Edduna sem besti leikari í aukahlutverki í Nóa albínóa, árið 2008 sem besti leikari í aukahlutverki í Brúðgumanum og 2024 sem besti leikari í aðalhlutverki í Á ferð með mömmu.
Í maí 2009 leikstýrði hann leikritinu Við borgum ekki! Við borgum ekki! í Borgarleikhúsinu en efnistök voru íslenska fjármálahrunið og afleiðingar þess.
Þröstur lenti í sjóslysi þegar fiskibátnum Jóni Hákoni frá Patreksfirði hvolfdi úti fyrir Aðalvík á Hornströndum 7. júlí 2015. Þröstur komst upp á kjöl bátsins og náði að bjarga tveimur félögum sínum en einn fórst í slysinu.[1] Þröstur var valinn maður ársins 2015 á Rás 2.[2]
Kvikmynda- og sjónvarpsferill
breyta- 1986 Eins og skepnan deyr
- 1987 Áramótaskaup 1987
- 1989 Flugþrá - Drengur
- 1989 Magnús – Gísli
- 1992 Sódóma Reykjavík – Áslákur
- 1993 Í ljósaskiptunum - Íslenskt myndband
- 1995 Tár úr steini – Jón
- 1996 Áramótaskaup 1996
- 1997 Perlur og svín – Erlingur
- 1997 Stikkfrí – Siggi
- 1998 Áramótaskaup 1998
- 1999 Skaupið: 1999
- 2000 101 Reykjavík – Brúsi
- 2000 Óskabörn þjóðarinnar
- 2001 No Such Thing – Stýrimaður
- 2002 Hafið (kvikmynd) – Kalli Bumba
- 2003 Nói albínói – Kiddi Beikon
- 2003 Þriðja nafni – Arnar
- 2003 Njálssaga – Melkólfur
- 2004 Áramótaskaup 2004
- 2005 Carjackin - Umboðsmaður
- 2005 Beowulf & Grendel – Varðmaður
- 2006 Köld slóð – Baldur Maríusson
- 2007 Foreldrar – Addi
- 2008 Support (stuttmynd) - sjúklingur í sjálfsvígshættu
- 2008 Brúðguminn – Börkur
- 2008 Sveitabrúðkaup – Svanur
- 2008 Reykjavik-Rotterdam – Jensen
- 2009 Reyndu aftur (stuttmynd) – Axel
- 2009 Hamarinn (Sjónvarpsþáttaröð)– Freyr
- 2010 Kóngavegur – Kári
- 2010 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið – Jón Gamli
- 2011 Eldfjall (kvikmynd) - Húsvörður
- 2012 Svartur á leik – Jói Faró
- 2012 Djúpið – Lárus
- 2013 Málmhaus - Gunnar
- 2014 Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst - Sigtryggur Klein
- 2015 Pale Star - Ari
- 2016 Eiðurinn - Eldri maður
- 2017 Ég man þig - Skipstjóri
- 2017 Hversdagsreglur
- 2018 Flateyjargátan - Sjómaður
- 2020 Síðasta veiðiferðin - Hansi
- 2022 Allra síðasta veiðiferðin - Hansi
- 2023 Napóleonskjölin
- 2023 Á ferð með mömmu
Tilvísanir
breyta- ↑ „Þröstur Leó einn skipverja á Jóni Hákoni“. Ríkisútvarpið. 9. júlí 2015. Sótt 25. júní 2024.
- ↑ „Þröstur Leó valinn maður ársins“. Ríkisútvarpið. 31. desember 2015. Sótt 25. júní 2024.
Tenglar
breyta