Þröstur Leó Gunnarsson

íslenskur leikari

Þröstur Leó Gunnarsson (fæddur 23. apríl 1961) er íslenskur leikari sem hefur leikið í mörgum kvikmyndum, til dæmis Nóa albínóa, Reykjavík Rotterdam og Brúðgumanum. Hann hefur tvisvar unnið til Edduverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki.

Þröstur útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1985 og hóf þá störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Næstu ár tók hann þátt í flestum uppsetningum leikfélagsins, m.a. Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck, Platonov eftir Anton Tsjekov, Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson og Hamlet eftir William Shakespeare. Þröstur var ógleymanlegur Hamlet árið 1988 í Iðnó og tíu árum síðar var hann frábær í hlutverki hins geðsjúka Frankós í leikritinu Trainspotting sem sýnt var í Loftkastalanum.

Upphafið af kvikmyndaferli hans var hlutverk í myndinni Eins og skepnan deyr sem Hilmar Oddsson leikstýrði árið 1986. Upp úr því birtist hann í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, líklega er hann þekktastur fyrir hlutverk sín í 101 Reykjavík sem Baltasar Kormákur leikstýrði, Nóa albínóa eftir Dag Kára og mörgum Áramótaskaupum Ríkissjónvarpsins,.

Árið 2003 vann Þröstur Leó Edduna sem besti leikari í aukahlutverki í Nóa albínóa, árið 2008 sem besti leikari í aukahlutverki í Brúðgumanum og 2024 sem besti leikari í aðalhlutverki í Á ferð með mömmu.

Í maí 2009 leikstýrði hann leikritinu Við borgum ekki! Við borgum ekki! í Borgarleikhúsinu en efnistök voru íslenska fjármálahrunið og afleiðingar þess.

Þröstur lenti í sjóslysi þegar fiskibátnum Jóni Hákoni frá Patreksfirði hvolfdi úti fyrir Aðalvík á Hornströndum 7. júlí 2015. Þröstur komst upp á kjöl bátsins og náði að bjarga tveimur félögum sínum en einn fórst í slysinu.[1] Þröstur var valinn maður ársins 2015 á Rás 2.[2]

Kvikmynda- og sjónvarpsferill

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Þröstur Leó einn skipverja á Jóni Hákoni“. Ríkisútvarpið. 9. júlí 2015. Sótt 25. júní 2024.
  2. „Þröstur Leó valinn maður ársins“. Ríkisútvarpið. 31. desember 2015. Sótt 25. júní 2024.

Tenglar

breyta


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.