William Shakespeare
William Shakespeare (26. apríl 1564 – 23. apríl 1616) var enskur leikari, leikskáld og ljóðskáld. Hann samdi um 38 leikrit, 154 sonnettur og önnur ljóð. Leikrit hans náðu töluverðum vinsældum meðan hann lifði og eftir að hann lést varð hann smám saman mikilvægari í samhengi bókmennta á ensku og nú á dögum er ekki óalgengt að hann sé kallaður mesti rithöfundur á enskri tungu fyrr og síðar. Hann hefur jafnan verið kallaður þjóðskáld Englendinga eða „hirðskáldið“ (the bard).
![]() Hið umdeilda Chandos-málverk telja sumir vera af Shakespeare. | |
Fæddur: | 26. apríl 1564 (skírður) Stratford-upon-Avon, Warwickshire, Englandi |
---|---|
Látinn: | 23. apríl 1616 Stratford-upon-Avon, Warwickshire, England |
Starf/staða: | Leikskáld, ljóðskáld, leikari |
Þjóðerni: | Enskur |
Bókmenntastefna: | Ensk endurreisnarstefna |
Þekktasta verk: | Rómeó og Júlía (1597) Hamlet (1599–1602) |
Maki/ar: | Anne Hathaway (g. 1582) |
Börn: | Susanna Hall Hamnet Shakespeare Judith Quiney |
Undirskrift: | ![]() |
Leikritunarferli Shakespeares er stundum skipt í þrjá meginhluta; fyrstu gamanleikina og sögulegu leikritin (t.d. Draumur á Jónsmessunótt og Hinrik IV, 1. hluti), miðtímabilið þegar hann skrifar flesta frægu harmleikina (eins og Rómeó og Júlía, Óþelló, Makbeð, Hamlet og Lé konung) og seinni rómönsurnar (Vetrarævintýri og Ofviðrið). Mörg af leikritunum eru endurgerðir eldri leikrita líkt og þá tíðkaðist.
Íslenskar þýðingarBreyta
Ýmsir hafa fengist við að þýða Shakespeare á íslensku, svo sem Matthías Jochumsson, Steingrímur Thorsteinsson, Helgi Hálfdanarson, Daníel Á. Daníelsson og Þórarinn Eldjárn. Helgi Hálfdanarson er sá eini sem hefur þýtt öll leikrit Shakepeares og telja margir þýðingar hans einstakar. Helgi viðheldur stakhendu (blank verse) frumtextans, en notar auk þess stuðla í hverri línu, en sumstaðar stuðla og höfuðstaf. Daníel Á. Daníelsson, læknir á Dalvík, þýddi allar sonnettur Shakespeares.
Frekari fróðleikurBreyta
- Peter Ackroyd, Shakespeare. The Biography, London 2006: Vintage, ISBN 978-0-7493-8655-9.
- RalphBerry, Changing Styles in Shakespeare, London 2005: Routledge, ISBN 0-415-35316-5.
- David Bevington, Shakespeare, Oxford 2002: Blackwell, ISBN 0-631-22719-9.
- Fausto Cercignani, Shakespeare's Works and Elizabethan Pronunciation, Oxford 1981: Clarendon Press, ISBN 0-19-811937-2.
- E. K. Chambers, The Elizabethan Stage, 2, Oxford 1923: Clarendon Press, ISBN 0-19-811511-3.
- David Cressy, Education in Tudor and Stuart England, New York 1975: St Martin's Press, ISBN 0-7131-5817-4.
- Roland Mushat Frye, The Art of the Dramatist, London 2005; New York: Routledge, ISBN 0-415-35289-4.
- Frank Kermode, The Age of Shakespeare, London 2004: Weidenfeld & Nicholson, ISBN 0-297-84881-X.
- Joseph Pequigney, Such Is My Love. A Study of Shakespeare's Sonnets, Chicago 1985: University of Chicago Press, ISBN 0-226-65563-6.
- Irving Ribner, The English History Play in the Age of Shakespeare, London 2005: Routledge, ISBN 0-415-35314-9.
- Samuel Schoenbaum, William Shakespeare: Records and Images, Oxford 1981: Oxford University Press, ISBN 978-0-19-520234-2.
- Gary Taylor, William Shakespeare: A Textual Companion, Oxford 1987: Oxford University Press, ISBN 0-19-812914-9.
- Michael Wood, Shakespeare, New York 2003: Basic Books, ISBN 0-465-09264-0.