Sporvagn
Sporvagn er lestarvagn sem ekur á spori á götum í þéttbýli sem hann deilir með öðrum farartækjum og vegfarendum. Sporvagnar eru yfirleitt notaðir fyrir almenningssamgöngur innan borga og bæja þótt dæmi séu um sporvagna sem ganga milli bæja og sporvagna sem flytja farm.
Fyrstu sporvagnarnir litu ljós í Bretlandi í upphafi 19. aldar og voru dregnir eftir sporinu af hestum. Á síðari hluta aldarinnar komu gufuknúnir sporvagnar fram og togbrautarvagnar sem dregnir eru áfram með vírkapli og spili. Rafknúnir sporvagnar sem sækja rafmagn í víra yfir götunni komu fram á sjónarsviðið seint á 19. öld og urðu brátt algengasta tegund sporvagna um allan heim. Sum af þessum sporvagnakerfum voru lögð niður á síðari hluta 20. aldar vegna þess hve dýr í rekstri og ósveigjanleg þau voru talin vera.
Nú til dags er algengt að nota víðara hugtakið léttlestarkerfi þegar talað er um sporvagna í almenningssamgöngum innanbæjar.