Bæversku hreinleikalögin

Bæversku hreinleikalögin (þýska: das bayerische Reinheitsgebot) eru lög sem Vilhjálmur 4. hertogi yfir Bæjaralandi setti 23. apríl árið 1516 í Ingolstadt og kváðu á um að engin efni mætti nota til bjórbruggunar nema vatn, maltað bygg og humla.

Bæversku hreinleikalögin voru byggð á eldri lagasetningu frá München. Eftir að gerið var uppgötvað var það einnig leyft og síðar var notkun hveitimalts leyfð við bruggun á yfirgerjuðum bjór, svokölluðum hveitibjór (þýska: Weißbier).

Tengt efni

breyta