Adeliza af Louvain (110323. apríl 1151) var drottning Englands frá 1121 til 1135. Hún var seinni kona Hinriks 1. Englandskonungs. Adeliza (einnig kölluð Adela og Aleidis) var dóttir Goðfreys 1., greifa af Louvain, hertoga af Neðri-Lóthringen og landgreifa af Brabant.

Adeliza af Louvain

Þegar Adela og Hinrik gengu í hjónaband var hún líklega átján ára og hann 53. Hann vildi reyna að eignast son en eini skilgetni sonur hans hafði farist á sjó ári áður. Hann átti að vísu fleiri óskilgetin börn en nokkur annar enskur konungur, eða milli 20 og 25 sem hann gekkst við, en aðeins eina skilgetna dóttur á lífi, Matthildi keisaraynju. Honum tókst hins vegar ekki að geta nein börn með Adelizu. Hún skipti sér ekkert af stjórn ríkisins en var bókhneigð og ýmsir höfundar tileinkuðu henni verk sín.

Þegar Hinrik dó, 1. desember 1135, tók Adeliza sér fyrst í stað aðsetur í klaustri. Árið 1139 giftist hún svo William d'Aubigny, jarli af Arundel, sem verið hafði einn helsti ráðgjafi Hinriks manns hennar. Hann studdi Stefán konung í borgarastyrjöldinni við Matthildi dóttur Hinriks en ýmislegt bendir til þess að Adeliza hafi fremur stutt stjúpdóttur sína. Þau William áttu nokkur börn saman.

Heimildir

breyta