Carnegie Hall
Tónleikahús í New York-borg í Bandaríkjunum
Carnegie Hall er tónleikahús á Manhattan í New York-borg númer 881 við Sjöunda breiðstræti rétt sunnan við Central Park. Húsið var reist af iðnjöfrinum Andrew Carnegie árið 1891. Fílharmoníuhljómsveit New York hafði þar aðsetur sitt til 1962. Húsið er með þrjá sali. Sá stærsti tekur 2804 í sæti á fimm hæðum. Það var teiknað af William Burnet Tuthill og mikið endurnýjað 1986 og 2003. Árin 1987-1989 var 60 hæða stórhýsi, Carnegie Hall Tower, reist við hlið hússins.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Carnegie Hall.