1769
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1769 (MDCCLXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi Breyta
- Magnús Ólafsson skipaður varalögmaður sunnan og austan.
Fædd
- 4. júní - Björn Stephensen, dómsmálaritari við Landsyfirrétt (d. 1835).
- 22. október - Jón Espólín, sýslumaður (d. 1836).
Dáin
Erlendis Breyta
- 16. mars - Franski landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville lauk þriggja ára hnattsiglingu. Í föruneyti hans var Jeanne Baré, fyrsta konan sem vitað er til að hafi siglt umhverfis hnöttinn.
- 29. apríl - James Watt fékk einkaleyfi á endurbættri útgáfu af gufuvélinni.
- 9. maí - Frakkar lögðu Korsíku undir sig.
- 14. maí - Karl 3. Spánarkonungur sendi trúboða til Kaliforníu og var það upphaf landnáms hvítra manna þar.
- 19. maí - Giovanni Vincenzo Antoniu Ganganelli varð páfi og tók sér nafnið Klemens XIV.
- September - Miklir þurrkar í Bengal á Indlandi ollu uppskerubresti sem leiddu árið eftir til gífurlegrar hungursneyðar sem talið er að hafi orðið tíu milljónum manna að bana.
- Haust - Bólusóttarfaraldur í Kaupmannahöfn. Struensee kom því til leiðar að fjöldi barna var bólusettur.
- Dartmouth-háskóli var stofnaður.
Fædd
- 4. mars - Múhameð Alí Pasja, síðar landstjóri af Egyptalandi (d. 1849).
- 1. maí - Arthur Wellesley, hertogi af Wellington, hershöfðingi og stjórnmálamaður (d. 1852).
- 16. júlí - Edmund Fanning, bandarískur landkönnuður og skipstjóri (d. 1841).
- 15. ágúst - Napóleon Bónaparte, síðar keisari Frakklands (d. 1821).
- 14. september - Alexander von Humboldt, prússneskur vísindamaður (d. 1859).
Dáin
- 2. febrúar - Klemens XIII páfi (f. 1693).