Kaupfélag Skagfirðinga
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) er samstæða sem heldur úti mikilli atvinnustarfsemi í Skagafirði og á einnig í fyrirtækjum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar þess eru á Ártorgi á Sauðárkróki. Meðal annars rekur kaupfélagið verslanir, byggingarvöruverslun, sláturhús, mjólkursamlag, og bifreiðaverkstæði.
Kaupfélag Skagfirðinga | |
Stofnað | 1889 |
---|---|
Staðsetning | Sauðárkrókur |
Lykilpersónur | Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri |
Hagnaður e. skatta | 2 milljarðar króna (Árið 2010)[1] |
Starfsfólk | 600 (Árið 2010)[1] |
Vefsíða | ks.is |
Saga
breytaKaupfélagið var stofnað þann 23. apríl 1889 þegar tólf menn komu saman á Sauðárkróki til að stofna félag eftir að Ólafur Briem, alþingismaður á Álfgeirsvöllum hafði boðað þá.
Félagssvæðið er Skagafjörður en á stofnfundinum voru einnig bændur úr Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
Fyrsti kaupfélagsstjórinn var séra Zophónías Halldórsson.
Kaupfélagsstjórar
breyta- 1889–1890: Zophónías Halldórsson
- 1890–1891: Jón Jakobsson
- 1892–1910: Pálmi Pétursson
- 1910–1913: Gísli Jónsson
- 1913–1937: Séra Sigfús Jónsson
- 1937–1946: Sigurður Þórðarson
- 1946–1972: Sveinn Guðmundsson
- 1972–1981: Helgi Rafn Traustason
- 1982–1988: Ólafur Friðriksson
- 1988–: Þórólfur Gíslason
Heimild
breyta- Þórólfur Gíslason, Stefán Gestsson og Stefán Guðmundsson (ritstj.), Saga Kaupfélags Skagfirðinga 1889–2009. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (textavinnsla)(Kaupfélag Skagfirðinga).
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Kaupfélag Skagfirðinga með tveggja milljarða hagnað“. www.mbl.is. 13. maí 2010. Sótt 6. mars 2019.