Rómeó og Júlía
Rómeó og Júlía er harmleikur eftir William Shakespeare sem fjallar um forboðna ást ungra elskenda. Þetta var meðal vinsælustu leikrita Shakespeares og líklegt er að það hafi verið skrifað einhverstaðar á árunum 1591 til 1595. Söguþráðurinn er byggður á ítalskri sögu, þýtt sem ljóðabálkur undir nafninu The Tragical History of Romeus and Juliet eftir Arthur Brooke árið 1562, og endurþýdd yfir á óbundið mál í Palace of Pleasure eftir William Painter árið 1582. Shakespeare studdist mikið við þessi verk en þróaði þó áfram aukapersónurnar, sérstakelga Mercutio og Paris í þeim tilgangi að víkka söguþráðinn og gera hann viðameiri. Leikritið sást fyrst á prenti í litlum bæklingi í lélegum gæðum.
Leikritið
breytaLeikritið um Rómeó og Júlíu hefur margoft verið sett upp á sviði, gerðar fjölmargar kvikmyndir byggðar á söguþræðinum, söngleikir og óperur. Rómeó og Júlía ásamt fleiri leikritum eftir Shakespeare hafa verið þýdd yfir á íslensku af Helga Hálfdánarsyni og þykir það vera besta þýðingin á þeim, hingað til. Leikritið hefur einnig verið sett upp á svið á Íslandi, m.a. í Vesturportinu þar sem Gísli Örn Garðarsson fór með hlutverk Rómeós en Nína Dögg Filippusdóttir með hlutverk Júlíu. Aðrir leikarar sem má nefna eru m.a. Björn Hlynur Haraldsson sem Mercutio, Erlendur Eiríksson fór með hlutverk París, Ingvar E. Sigurðsson sem Capulet, fóstruna lék Ólafur Darri Ólafsson og Lafði Capulet lék síðan Margrét Vilhjálmsdóttir sem einnig fór með hlutverk Benvolios. Leikritinu var leikstýrt af Gísla Erni Garðarssyni.
Persónur
breytaJúlía Capulet, dóttir herra og frú Capulet er að verða fjórtán ára. Hún er bæði væn og ung og fögur. Heitmaður hennar er París sem biður hennar í byrjun sögunnar en hún neitar að kvænast, þrátt fyrir það er hún föstnuð honum. Hún hefur ætíð með sér Fóstruna sína góðu sem hefur verið hjá henni síðan hún var ungabarn. Tíbalt er frændi Júlíu og er lýst þannig í sögunni að honum virðist vera mjög annt um velferð hennar, eða þannig að honum finnst að sú velferð ætti að vera.
Rómeó, einkasonur Montague-hjónanna var ástfanginn af Rósalín sem þó hafnaði honum. Hans vinir eru t.d. Mercutio og Benvolio.
Aðrir karaketar í sögunni eru t.d. faðir Laurence sem er förumunkur og trúnaðarvinur Rómeós og Prins Escalus, prinsinn af Verónu.
Söguþráðurinn
breytaSöguþráðurinn tekur sér stað í borg er Veróna hét og í grófumáli byrjar á því að Rómeó er í ástarsorg vegna konu sem hann þráði svo undurheitt en fékk ekki. Hann og félagar hans, Benvolio, Mercutio o.fl. fara því ball sem haldið er í húsum Kapúlet (Capulet) fjölskyldunnar til að draga Rómeó út úr skugganum og gá hvort að hin fagra Rósalín sé ekki þarna og jú víst er það ung og fögur stúlka sem fangar athygli Rómeós en ekki var það Rósalín heldur Júlía. Þau þekkja ekki hvert annað og vita því ekki að þau eiga að heita erkióvinir. Þau verða ástfangin og ákveða að gifta sig. Tíbalt tekur eftir því að þau hafa auga á hvor öðru og þar sem að hann er tryggur meðlimur Kapúlet fjölskyldunnar tekur hann það ekki í mál að Júlía fái að yrða á einhvern Montague aula, hvað þá giftast honum. Daginn sem Rómeó og Júlía gifta sig fer Tíbalt að finna Rómeó í fjöru fyrir að ryðjast inní boðið og draga Júlíu á tálar. Hann egnir Rómeó sem neitar að berjast þar sem honum er ekki lengur í nöp við fjölskyldu Júlíu. Vinir Rómeós skylja ekki hví hann vill ekki berjast við Tíbalt svo Mercutio gerir það fyrir Rómeó sem endar með því að hann fellur í valinn. Til að hefna vinar síns drepur Rómeó þá Tíbalt. Prins Escalus sendir Rómeó í útlegð frá Verónu fyrir þetta sem neyðir hann til að skilja sína heittelskuðu Júlíu eftir. Eyðilagður yfirgefur Rómeó Verónu vitandi það að faðir Júlíu, hr. Kapúlett, hafði kvænt hana Paris greifa sem hafði nýverið beðið um hönd hennar. Í örvæntingu sinni leggur Júlía á ráðin með föður Laurence, prestinum sem gifti hana og Rómeó. Með trega fellst faðir Laurence á að samþykkja að brúðkaup hennar og Parisar fari fram en nóttina fyrir brúðkaupsdaginn skuli hún drekka seyðinn sem lætur hana falla dá en líta út fyrir að hún sé látin. Þegar hún hafi gert það skuli hann senda eftir Rómeó til að bjarga henni. Júlía gerir það sem henni er ráðlagt og kvöldið fyrir brúðkaupið drekkur hún seyðinn en brýtur þá um leið hjörtu foreldra sinna sem halda að þau hafi misst einkadóttur sína. En ráðagerð Júlíu og prestsins fara út um þúfur. Vondar fréttir dreifast hraðar en þær góðu og áður en faðir Laurence nær að láta Rómeó vita um þetta ráðabrugg þeirra þá fréttir hann hjá einhverjum öðrum að Júlía sé dáin. Með brotið hjarta kaupir Rómeó í örvæntingu sinni eitur og fer til Verónu, ekkert getur stöðvað hann í að vera með ástinni sinni. Fyrir utan grafhýsi Júlíu hittir hann Paris sem hann neyðist til að berjast við og drepur hann. Hann kemst inn og drekkur eitrið en um leið vaknar Júlía upp úr dáinu en það er um seinan. Andartaki síðar deyr Rómeó. Með enga ástæðu lengur til að lifa tekur Júlía hníf og stingur sig banasári. Síðan lýkur bókinni með þessum orðum: Sárum trega sveipuð lifir þó, sagan af Júlíu og Rómeó.