Landnámsmenn á Íslandi

listi yfir þá er námu land á Íslandi

Landnámsmenn á Íslandi og landnám þeirra samkvæmt Landnámu. Skammstafanirnar í sviga vísa til landsfjórðunga:

 • Álfarinn Valason nam fyrstur land frá Beruvíkurhrauni til Ennis á Snæfellsnesi. - (VFF)
 • Álfgeir nam land um Álfgeirsvöllu upp til Mælifellsár og bjó á Álfgeirsvöllum. - (NLF)
 • Álfur egðski nam öll lönd utan Varmár og bjó að Gnúpum. - (SLF)
 • Án rammi fékk nyrðri strönd Seyðisfjarðar til Vestdalsár af Bjólfi. - (AFF)
 • Án rauðfeldur Grímsson keypti land af Erni milli Langaness og Stapa í Arnarfirði og bjó á Eyri. - (VFF)
 • Áni fékk land af Skalla-Grími ofan með Langá til Hafurslækjar og bjó að Ánabrekku. - (VFF)
 • Ármóður rauði Þorbjarnarson, fóstbróðir Geirleifs, nam Rauðasand. - (VFF)
 • Ásbjörn auðgi Harðarson keypti land fyrir sunnan Kjarrá, upp frá Sleggjulæk til Hvítbjarga. Hann bjó á Ásbjarnarstöðum. - (VFF)
 • Ásbjörn Reyrketilsson nam land ofan Krossár austan Markarfljóts og kallaði Þórsmörk. - (SLF)
 • Ásbjörn Össurarson nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og bjó á Skúlastöðum. - (SLF)
 • Ásbrandur Þorbrandsson nam land með föður sínum og bjó í Haukadal. - (SLF)
 • Ásgeir, skipverji Hrómundar, bjó á Hamri upp frá Helgavatni. - (VFF)
 • Ásgeir kneif nam land milli Lambafellsár og Seljalandsár og bjó að Auðnum. - (SLF)
 • Ásgeir Úlfsson fékk Hlíðarlönd af Ketilbirni gamla og bjó í Ytri-Hlíð. - (SLF)
 • Ásgerður Asksdóttir nam land milli Seljalandsmúla og Markarfljóts og bjó norðan í Katanesi. - (SLF)
 • Ásgrímur Öndóttsson fékk land hjá Ásmundi bróður sínum og bjó að Nyrðri-Glerá. - (NLF)
 • Áskell hnokkan Dufþaksson nam land milli Steinslækjar og Þjórsár. Hann bjó í Áskelshöfða. - (SLF)
 • Ásmundur nam land í Þingeyrasveit út frá Helgavatni og bjó undir Gnúpi. - (NLF)
 • Ásmundur Atlason nam land með föður sínum frá Furu til Lýsu og bjó í Langaholti. - (VFF)
 • Ásmundur Öndóttsson fékk Kræklingahlíð af Helga magra og bjó að Syðri-Glerá. - (NLF)
 • Ásröður fékk öll lönd milli Gilsár og Eyvindarár af Brynjólfi gamla. Hann bjó á Ketilsstöðum. - (AFF)
 • Ávangur byggði fyrst í Botni í Hvalfirði. - (SLF)
 • Baugur nam Fljótshlíð alla með ráði Ketils hængs og bjó á Hlíðarenda. - (SLF)
 • Bálki Blængsson nam Hrútafjörð allan og bjó á Bálkastöðum og í Bæ. - (VFF)
 • Bárður Suðureyingur nam land frá Stíflu til Mjóadalsár. - (NLF)
 • Gnúpa-Bárður Heyangurs-Bjarnarson nam fyrst Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku. Hann fluttist síðar suður yfir heiðar og nam Fljótshverfi allt. Bjó hann þá að Gnúpum. - (NLF, AFF)
 • Bekan fékk land í landnámi Ketils Bresasonar milli Berjadalár og Urriðaár. Hann bjó á Bekansstöðum. - (SLF)
 • Bersi goðlaus Bálkason nam Langavatnsdal og bjó á Torfhvalastöðum. - (VFF)
 • Bjólfur nam Seyðisfjörð allan og bjó þar. - (AFF)
 • Björn nam Bjarnarfjörð. - (VFF)
 • Björn nam land upp með Rangá og bjó í Svínhaga. - (SLF)
 • Rauða-Björn nam Bjarnardal ásamt hliðardölum og keypti auk þess land af Skalla-Grími milli Gljúfurár og Gufár. Hann bjó í Dalsmynni og /eða á Rauðabjarnarstöðum. - (VFF)
 • Reyni-Björn nam land milli Kerlingarár og Hafursár og bjó að Reyni. - (AFF)
 • Sléttu-Björn nam hinn vestra dal í Saurbæ með ráði Steinólfs. Hann bjó á Sléttu-Bjarnarstöðum. - (VFF)
 • Björn gullberi nam Lundarreykjadal milli Grímsár og Flókadalsár. Hann bjó á Gullberastöðum. - (SLF)
 • Björn sviðinhorni nam Álftafjörð nyrðra inn frá Rauðuskriðu og Sviðinhornadal. - (AFF)
 • Skjalda-Björn Herfinnsson nam land frá Straumnesi til Dranga og bjó í Skjalda-Bjarnarvík. - (VFF)
 • Sleitu-Björn Hróarsson nam land milli Grjótár og Deildarár. Hann bjó á Sleitu-Bjarnarstöðum. - (NLF)
 • Björn austræni Ketilsson nam land milli Hraunsfjarðar og Stafár og bjó í Bjarnarhöfn. - (VFF)
 • Skinna-Björn Skeggjason nam Miðfjörð og Línakradal. Hann bjó á Reykjum í Miðfirði. - (NLF)
 • Brúni hvíti Háreksson nam land milli Mjóadalsár og Úlfsdala. Hann bjó á Brúnastöðum. - (NLF)
 • Brynjólfur gamli Þorgeirsson var fyrst í Eskifirði, en nam síðan Fljótsdal ofan Hengifossár og Gilsár, Skriðdal og Völluna út til Eyvindarár. - (AFF)
 • Bröndólfur Naddoddsson nam Hrunamannahrepp ásamt Mávi og bjó að Berghyl. - (SLF)
 • Böðmóður nam land milli Drífandi og Fjarðarár og upp til Böðmóðshorns. Hann bjó í Böðmóðstungu. - (AFF)
 • Böðólfur Grímsson nam Tjörnes allt milli Tunguár og Óss. - (NLF)
 • Böðvar hvíti Þorleifsson nam alla dali inn frá Leiruvogi og Múla. Hann bjó að Hofi. - (AFF)
 • Dufan, leysingi Ánar rauðfelds, bjó í Dufansdal. - (VFF)
 • Dufþakur fékk land af Katli hæng og bjó í Dufþaksholti. - (SLF)
 • Dýri nam Dýrafjörð og bjó að Hálsum. - (VFF)
 • Finngeir Þorsteinsson, skipverji Geirröðar, fékk land af honum í Álftafirði og bjó á Kársstöðum. - (VFF)
 • Finni nam Finnafjörð og Viðfjörð. - (AFF)
 • Finnur auðgi Halldórsson nam land sunnan Laxár að Kalmannsá og bjó á Miðfelli. - (SLF)
 • Flosi Þorbjarnarson nam Rangárvelli austan Rangár. - (SLF)
 • Flóki, leysingi Ketils gufu, nam Flókadal milli Flókadalsár og Geirsár. Hann bjó í Hrísum. - (SLF)
 • Hrafna-Flóki Vilgerðarson nam Flókadal milli Flókadalsár og Reykjarhóls og bjó á Mói. - (NLF)
 • Freysteinn fagri nam Sandvík, Viðfjörð og Hellisfjörð. Hann bjó á Barðsnesi. - (AFF)
 • Friðleifur nam Sléttuhlíð alla og Friðleifsdal milli Friðleifsdalsár og Stafár. Hann bjó í Holti. - (NLF)
 • Friðmundur nam Forsæludal. - (NLF)
 • Galmi nam Galmaströnd milli Þorvaldsdalsár og Reistarár. - (NLF)
 • Geir auðgi Ketilsson, sonur Ketils blunds, bjó í Geirshlíð í Flókadal. - (SLF)
 • Geiri bjó fyrstur sunnan Mývatns á Geirastöðum. - (NLF)
 • Geirleifur Eiríksson nam Barðaströnd milli Vatnsfjarðar og Berghlíða. - (VFF)
 • Geirleifur Hrappsson nam Hörgárdal upp til Myrkár og bjó í Haganum forna. - (NLF)
 • Geirmundur Gunnbjarnarson nam tunguna milli Norðurár og Sandár. Hann bjó í Tungu. - (VFF)
 • Geirmundur heljarskinn Hjörsson nam land á Skarðsströnd frá Fábeinsá til Klofasteina, auk þess Hornstrandir frá Rytum um Horn til Straumness. Hann hafði mörg bú. - (VFF)
 • Geirólfur bjó undir Geirólfsgnúpi að ráði Bjarnar. - (VFF)
 • Geirröður nam land inn frá Þórsá að Langadalsá og bjó á Eyri. - (VFF)
 • Geirsteinn kjálki nam Kjálkafjörð og Hjarðarnes með ráði Nesja-Knjúks. - (VFF)
 • Geirríður fékk land og bústað í Borgardal af Geirröði bróður sínum. - (VFF)
 • Geirþjófur Valþjófsson nam Suðurfirði í Arnarfirði og bjó í Geirþjófsfirði. - (VFF)
 • Gils skeiðarnef nam Gilsfjörð milli Ólafsdals og Króksfjarðarmúla. hann bjó á Kleifum. - (VFF)
 • Molda-Gnúpur Hrólfsson nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Hann hrökklaðist síðar undan jarðeldi og flutti þá vestur í Grindavík. - (AFF)
 • Molda-Gnúpssynir byggðu í Grindavík. - (SLF)
 • Grenjaður Hrappsson nam Þegjandadal, Kraunaheiði, Þorgerðarfell og Laxárdal neðan. Hann bjó á Grenjaðarstöðum. - (NLF)
 • Grenjuður Hermundarson nam land í Hrútafirði inn af Borðeyri og bjó að Melum ásamt Þresti bróður sínum. - (VFF)
 • Grímkell Úlfsson nam land frá Beruvíkurhrauni til Neshrauns. Hann rak burt Saxa af Saxahvoli og bjó þar. - (VFF)
 • Grímur nam land frá Giljum til Grímsgils og bjó við Grímsgil. - (SLF)
 • Grímur nam Grímsnes upp til Svínavatns. Hann bjó fyrst í Öndverðarnesi, síðan á Búrfelli. - (SLF)
 • Grímur, leysingi Skalla-Gríms, fékk Grímsdal. - (VFF)
 • Kampa-Grímur nam Köldukinn. - (NLF)
 • Skalla-Grímur Kveldúlfsson nam land milli Borgarhrauns og Hafnarfjalls og bjó á Borg á Mýrum. - (VFF, SLF)
 • Grímur háleyski Þórisson fékk land af Skalla-Grími milli Andakílsár og Grímsár. Hann bjó á Hvanneyri. - (SLF)
 • Grís, leysingi Skalla-Gríms, fékk Grísartungu. - (VFF)
 • Guðlaugur auðgi Þormóðsson nam land frá Straumfjarðará til Furu og bjó í Borgarholti. - (VFF)
 • Gunnar Úlfljótsson fékk land af Helga magra milli Skjálgdalsár og Háls. Hann bjó í Djúpadal. - (NLF)
 • Gunnólfur nam land milli Þverár og Glóðafeykisár og bjó í Hvammi. - (NLF)
 • Gunnólfur gamli Þorbjarnarson nam Ólafsfjörð austan megin ofan frá Reykjaá út til Vámúla. Hann bjó á Gunnólfsá. - (NLF)
 • Gunnólfur kroppa Þórisson nam Langanes allt fyrir utan Helkunduheiði og Gunnólfsvík. Hann bjó í Fögruvík. - (AFF)
 • Gunnsteinn Gunnbjarnarson nam Skötufjörð, Laugardal og Ögurvík til Mjóafjarðar með Halldóri bróður sínum. - (VFF)
 • Ísleifur nam land ásamt Ísröði bróður sínum milli Örnólfsdalsár og Hvítár ofan frá Sleggjulæk. Hann bjó á Ísleifsstöðum. - (VFF)
 • Ísólfur skoraði á Vilbald til landa og eignaðist milli Kúðafljóts og Skaftár. Hann bjó eftir það á Búlandi. - (AFF)
 • Ísröður nam land ásamt Ísleifi bróður sínum milli Örnólfsdalsár og Hvítár ofan frá Sleggjulæk. Hann bjó á Ísröðarstöðum. - (VFF)
 • Jólgeir nam land milli Rauðalækjar og Steinsholts og bjó á Jólgeirsstöðum. - (SLF)
 • Jörundur háls nam land frá Urðarvatni til Mógilslækjar og bjó á Grund undir Jörundarfelli. - (NLF)
 • Jörundur goði Hrafnsson byggði fyrir vestan Fljót þar sem síðar hétu Svertingsstaðir. - (SLF)
 • Kalman nam Kalmanstungu allt austur undir jökla og bjó í Kalmanstungu. - (VFF)
 • Karl nam Karlsdal upp frá Hreðavatni og bjó undir Karlsfelli. - (VFF)
 • Karl Steinröðarson nam Strönd alla frá Upsum til Míganda. - (NLF)
 • Tungu-Kári nam land milli Norðurár og Merkigils og bjó í Flatatungu. - (NLF)
 • Ketilbjörn gamli Ketilsson nam Grímsnes frá Höskuldslæk, Laugardal og Biskupstungur til Stakksár. Hann bjó á Mosfelli. - (SLF)
 • Ketill fékk land af Auði djúpúðgu frá Skraumuhlaupsá til Hörðadalsár og bjó á Ketilsstöðum. - (VFF)
 • Ketill keypti Hornafjarðarströnd af Hrollaugi frá Horni inn til Hamra. Hann bjó að Meðalfelli. - (AFF)
 • Ketill aurriði nam land með Þjórsá og bjó á Ytri-Völlum. - (SLF)
 • Ketill blundur nam land að ráði Skalla-Gríms milli Flókadalsár og Reykjadalsár upp að Rauðsgili. Hann bjó í Þrándarholti. - (SLF)
 • Ketill fíflski nam land milli Geirlandsár og Fjarðarár og bjó í Kirkjubæ. - (AFF)
 • Ketill þistill nam Þistilfjörð milli Hundsness og Sauðaness. - (NLF)
 • Ketill einhendi Auðunarson nam Rangárvelli ytri fyrir ofan Lækjarbotna. Hann bjó að Á. - (SLF)
 • Ketill Bresason nam land á Akranesi vestan Reynis til Urriðaár. - (SLF)
 • Ketill ilbreiður Þorbjarnarson nam Berufjörð hjá Reykjanesi en hafði áður numið dalina vestan Arnarfjarðar milli Kópaness og Dufansdals. - (VFF)
 • Ketill hængur Þorkelsson nam öll lönd milli Þjórsár og Markarfljóts, einkum milli Rangár og Hróarslækjar og bjó að Hofi. - (SLF)
 • Ketill hörðski Þorsteinsson fékk land í Reykjadal hjá Eyvindi bróður sínum og bjó á Einarsstöðum. - (NLF)
 • Ketill Þórisson nam land vestan Lagarfljóts milli Hengifossár og Ormsár. Hann bjó á Arneiðarstöðum. - (AFF)
 • Ketill gufa Örlygsson nam Gufufjörð og Skálanes til Kollsfjarðar. - (VFF)
 • Kjallakur Bjarnarson nam land frá Dögurðará til Klofninga og bjó á Kjallaksstöðum. - (VFF)
 • Nesja-Knjúkur Þórólfsson nam öll nes frá Kvígandafirði til Barðastrandar. - (VFF)
 • Kolbeinn klakkhöfði Atlason keypti land milli Kaldár og Hítár neðan Sandbrekku. Hann bjó á Kolbeinsstöðum. - (VFF)
 • Kolbeinn Sigmundarson nam land milli Grjótár og Deildarár, Kolbeinsdal og Hjaltadal. - (NLF)
 • Kolgrímur gamli Hrólfsson nam Hvalfjarðarströnd frá Botnsá til Kalmannsár og bjó á Ferstiklu. - (SLF)
 • Kolli nam Kollafjörð og Skriðinsenni. Hann bjó undir Felli. - (VFF)
 • Kolli nam Kollsvík í Þistilfirði og bjó þar. - (NLF)
 • Kolli Hróaldsson nam Kollafjörð, Kvígandanes og Kvígandafjörð (Kvígindisfjörð). - (VFF)
 • Kollsveinn rammi nam land milli Þverár og Gljúfurár og bjó á Kollsveinsstöðum. - (NLF)
 • Dala-Kollur Veðrar-Grímsson nam allan Laxárdal og allt að Haukadalsá. - (VFF)
 • Kolur nam land frá Fjarðarhorni til Tröllaháls og Hraunsfjarðar. Hann bjó að Kolgröfum. - (VFF)
 • Kolur Óttarsson nam land fyrir austar Reyðarvatn og Stotalæk og fyrir vestan Rangá. Hann bjó að Sandgili. - (SLF)
 • Krumur nam land á Hafranesi til Þernuness, Skrúð og aðrar úteyjar. - (AFF)
 • Leiðólfur kappi nam land austan Skaftár að Drífandi og bjó að Á. Annað bú átti hann á Leiðólfsstöðum. - (AFF)
 • Ljót nam Landeyjar ásamt bræðrum sínum Hallgeiri og Hildi og bjó á Ljótarstöðum. - (SLF)
 • Ljótur óþveginn nam Kelduhverfi upp frá Keldunesi. - (NLF)
 • Loðmundur gamli nam fyrst Loðmundarfjörð, fór síðar austan og nam land að nýju milli Hafursár og Jökulsár á Sólheimasandi (Fúlalækjar). Hann bjó að Sólheimum. - (AFF)
 • Loftur Ormsson nam land vestan Þjórsár til Rauðár. Hann bjó í Gaulverjabæ. - (SLF)
 • Lýtingur Arnbjarnarson nam Vopnafjarðarströnd eystri, Böðvarsdal og Fagradal. Hann bjó í Krossavík. - (AFF)
 • Máni nam land austan Skjálfandafljóts milli Kálfborgarár og Rauðuskriðu. Hann bjó að Mánafelli. - (NLF)
 • Hólmgöngu-Máni nam Skagaströnd inn til Fossár að vestan og Mánaþúfu að austan. Hann bjó í Mánavík. - (NLF)
 • Már Naddoddsson nam Hrunamannahrepp ásamt Bröndólfi og bjó á Másstöðum. - (SLF)
 • Náttfari, skipverji Garðars Svavarssonar, settist fyrstur manna að á Íslandi. Hann eignaði sér Reykjadal, en var síðar rekinn brott af Eyvindi Þorsteinssyni sem lét hann hafa Náttfaravík. - (NLF)
 • Ófeigur grettir Einarsson fékk land af Þorbirni laxakarli milli Þverár og Kálfár. Hann bjó á Ófeigsstöðum. - (SLF)
 • Ófeigur Herröðarson nam Ófeigsfjörð. - (VFF)
 • Ólafur belgur nam land frá Enni til Fróðár og bjó í Ólafsvík en var rekinn burt. Þá nam hann Belgsdal og bjó á Belgsstöðum. Síðast nam hann inn frá Grjótvallarmúla í Gilsfirði og bjó í Ólafsdal. - (VFF)
 • Ólafur hjalti nam land að ráði Skalla-Gríms milli Grímsár og Geirsár og bjó að Varmalæk. - (SLF)
 • Ólafur jafnakollur nam land frá Langadalsá til Sandeyrarár. Hann bjó í Unaðsdal. - (VFF)
 • Ólafur tvennumbrúni nam öll Skeið milli Þjórsár, Hvítár og Sandlækjar. Hann bjó á Ólafsvöllum. - (SLF)
 • Ólafur bekkur Karlsson nam Ólafsfjörð vestan megin til Hvanndala og bjó að Kvíabekk. - (NLF)
 • Rauður nam land sunnan Reykjadalsár frá Rauðsgili til Gilja. Hann bjó að Rauðsgili. - (SLF)
 • Ráðormur nam land milli Rangár og Rauðalækjar og bjó í Vetleifsholti. - (SLF)
 • Reistur Ketilsson nam land milli Reistargnúps og Rauðagnúps og bjó í Leirhöfn. - (NLF)
 • Sighvatur rauði nam land með ráði Ketils hængs í Einhyrningsmörk ofan Deildarár. Hann bjó í Bólstað. - (SLF)
 • Sigmundur, leysingi Skalla-Gríms, fékk land milli Gljúfurár og Norðurár. Hann bjó fyrst á Haugum, síðar í Munaðarnesi. - (VFF)
 • Sigmundur Ketilsson nam land milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns og bjó að Laugarbrekku. - (VFF)
 • Sigmundur kleykir Önundarson nam land milli Grímsár og Kerlingarár. - (AFF)
 • Skagi Skoftason nam Eyjafjarðarströnd eystri milli Varðgjár og Fnjóskár að ráði Helga magra. Hann bjó í Sigluvík. - (NLF)
 • Skefill nam land fyrir utan Sauðá. - (NLF)
 • Skeggi Böðólfsson nam Kelduhverfi upp til Kelduness og bjó í Miklagarði. - (NLF)
 • Skjöldólfur nam land frá Skjöldólfsnesi við Fagradalsá út um Streiti allt inn að Gnúpi. - (AFF)
 • Skjöldólfur Vémundarson nam Jökuldal austan Jökulsár upp frá Hnefilsdalsá. Hann bjó á Skjöldólfsstöðum. - (AFF)
 • Skorri, leysingi Ketils gufu, nam Skorradal fyrir ofan vatn. - (SLF)
 • Snæbjörn Eyvindarson nam land milli Mjóafjarðar og Langadalsár. Hann bjó í Vatnsfirði. - (VFF)
 • Sóti nam Vesturhóp og bjó undir Sótafelli. - (NLF)
 • Steinbjörn körtur Refsson fékk land milli Vopnafjarðarár og Vestradalsár af Eyvindi vopna. Hann bjó að Hofi. - (AFF)
 • Steinfinnur Reyrketilsson nam land með Ásbirni bróður sínum og bjó á Steinfinnsstöðum. - (SLF)
 • Steingrímur trölli nam Steingrímsfjörð allan og bjó í Tröllatungu. - (VFF)
 • Steinn mjögsiglandi Vígbjóðsson nam Skógarströnd inn til Laxár og bjó á Breiðabólstað. - (VFF)
 • Völu-Steinn Þuríðarson nam Bolungarvík ásamt móður sinni og bjó í Vatnsnesi. - (VFF)
 • Steinólfur nam Hraundal til Grjótár með leyfi Skalla-Gríms og bjó í Syðra-Hraundal. - (VFF)
 • Steinólfur lági Hrólfsson nam land frá Klofasteinum til Grjótvallarmúla og bjó í Fagradal. - (VFF)
 • Steinröður Melpatrixson, leysingi Þorgríms bílds, eignaðist Vatnslönd. Hann bjó á Steinröðarstöðum. - (SLF)
 • Steinunn gamla fékk Rosmhvalanes fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi frænda sínum. - (SLF)
 • Svartkell nam land í Kjós milli Mýdalsár og Eilífsdalsár, bjó fyrst á Kiðafelli en síðan á Eyri. - (SLF)
 • Sveinungur nam Sveinungsvík og bjó þar. - (NLF)
 • Sæmundur suðureyski nam Sæmundarhlíð alla til Vatnsskarðs og bjó á Sæmundarstöðum. - (NLF)
 • Sökkólfur, leysingi Auðar, fékk Sökkólfsdal og bjó á Breiðabólstað. - (VFF)
 • Sölvi nam land milli Hraunhafnar og Hellis. Hann bjó fyrst í Brenningi en síðar á Sölvahamri. - (VFF)
 • Uni Garðarsson nam land sunnan Lagarfljóts allt til Unalækjar. Hann fór síðar í Álftafjörð. - (AFF)
 • Úlfar kappi, skipverji Geirröðar, fékk land af honum umhverfis Úlfarsfell. - (VFF)
 • Úlfljótur nam Langaholt allt fyrir neðan Sæmundarlæk. - (NLF)
 • Úlfljótur (sem flutti út lög til Íslands) keypti Lónlönd af Þórði skeggja. - (AFF)
 • Úlfur nam Reykjadal vestan Laxár upp til Vestmannsvatns ásamt Vestmanni fóstbróður sínum. Hann bjó undir Skrattafelli. - (NLF)
 • Úlfur víkingur nam Úlfsdali og bjó þar. - (NLF)
 • Úlfur vörski keypti land af Hrollaugi frá Heinabergsá til Hregggerðismúla og bjó að Skálafelli. - (AFF)
 • Úlfur Grímsson, sonur Gríms háleyska, nam land milli Hvítár og jökla. Hann bjó að Geitlandi. - (SLF)
 • Úlfur skjálgi Högnason nam Reykjanes allt, milli Þorskafjarðar og Hafrafells. - (VFF)
 • Valþjófur Örlygsson nam Kjós og bjó á Meðalfelli. - (SLF)
 • Vestar Þórólfsson nam Eyrarlönd og Kirkjufjörð og bjó á Öndverðareyri. - (VFF)
 • Vestmaður nam Reykjadal vestan Laxár upp til Vestmannsvatns ásamt Úlfi fóstbróður sínum. - (NLF)
 • Vestmaður helgaði sér Öxarfjörð ásamt Einari Þorgeirssyni og Vémundi bróður sínum. - (NLF)
 • Veturliði Arnbjarnarson nam Borgarfjörð og bjó þar. - (AFF)
 • Vébjörn Végeirsson Sygnakappi nam land milli Skötufjarðar og Hestfjarðar. - (VFF)
 • Vékell hamrammi nam land frá Giljá að Mælifellsá og bjó að Mælifelli. - (NLF)
 • Vémundur nam Fáskrúðsfjörð allan og bjó þar. - (AFF)
 • Vémundur helgaði sér Öxarfjörð ásamt Vestmanni bróður sínum og Einari Þorgeirssyni. - (NLF)
 • Vésteinn Végeirsson nam land milli Hálsa í Dýrafirði og bjó í Haukadal. - (VFF)
 • Vilbaldur Dufþaksson nam Tunguland milli Skaftár og Hólmsár og bjó á Búlandi fyrst um sinn. - (AFF)
 • Vífill, þræll Ingólfs Arnarsonar. Ingólfur gaf honum frelsi og land og bjó hann á Vífilsstöðum. - (SLF)
 • Vífill, leysingi Auðar djúpúðgu, fékk Vífilsdal. - (VFF)
 • Ævar gamli Ketilsson nam Langadal fyrir ofan Móbergsbrekkur og bjó í Ævarsskarði. - (NLF)
 • Ævar gamli Þorgeirsson dvaldi fyrst í Reyðarfirði áður en hann fékk Skriðdal ofan Gilsár af Brynjólfi bróður sínum. Hann bjó á Arnaldsstöðum. - (AFF)