Ketill fíflski
Ketill fíflski var landnámsmaður á Síðu og bjó í Kirkjubæ. Hann var sonur Jórunnar, dóttur Ketils flatnefs, og því systursonur Auðar djúpúðgu. Hann kom úr Suðureyjum til Íslands og nam land á milli Geirlandsár og Fjaðrár.
Ólíkt flestum landnámsmönnum var Ketill kristinn. Í Landnámu segir að á Kirkjubæ hafi papar búið fyrir landnám og þar hafi heiðnir menn ekki mátt búa.