Þorbrandur örrek var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam land frá Bóluá í BlönduhlíðNorðurá og Norðurárdalinn allan norðan árinnar og upp á Öxnadalsheiði. Hann bjó á Þorbrandsstöðum (nú Ytri-Kotum) í Norðurárdal og var gestrisinn mjög eins og segir í Landnámabók:

... bjó á Þorbrandsstöðum og lét þar gera eldhús svo mikið, að allir þeir menn, er þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegnum og vera öllum matur heimill. Við hann er kennd Örreksheiður upp frá Hökustöðum. Hann var hinn göfgasti maður og hinn kynstærsti.
 
— Landnáma


Heimildir

breyta
  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.