Ketill þistill var landnámsmaður í Norður-Þingeyjarsýslu og nam Þistilfjörð á milli Hundsness (Rauðaness?) og Sauðaness á Langanesi.

Ekkert er sagt í Landnámabók um uppruna Ketils eða búsetu en sonur hans var Sigmundur landnámsmaður á Laugarbrekku á Snæfellsnesi, faðir Laugarbrekku-Einars, sem frásögn er af í Landnámu og í Bárðar sögu Snæfellsáss.

Heimildir

breyta
  • „Landnámabók; af snerpu.is“.