Skeggi Böðólfsson

Skeggi Böðólfsson var landnámsmaður í Norður-Þingeyjarsýslu, sonur Böðólfs Grímssonar landnámsmanns á Tjörnesi og fyrri konu hans, Þórunnar Þórólfsdóttur.

Skeggi kom með foreldrum sínum til Íslands. Þau brutu skip sitt við Tjörnes og Böðólfur nam þar land eftir að hafa rekið Mána, sem þar var fyrir, á brott. Síðar nam Skeggi land í Kelduhverfi upp til Kelduness. Hann bjó í Miklagarði (Garði) í Kelduhverfi.

Kona Skeggja var Helga, dóttir Þorgeirs Þórðarsonar landnámsmanns á Fiskilæk og Hlífar konu hans, dóttur Helga magra. Sonur þeirra var Sigurður farmaður og segir í Landnámabók að hann hafi látið gera knörr í Sogni sem Sigurður biskup hafi vígt. „Af þeim knerri eru brandar veðurspáir fyrir durum í Miklagarði.“

Tenglar

breyta
  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.