Þórir Grímsson
Þórir Grímsson var landnámsmaður í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu og nam hann mestallt skarðið en einhver hluti þess var þó í landnámi Þorfinns mána Áskelssonar að því er segir í Landnámabók.
Þórir var frá Rogalandi í Noregi, sonur Gríms gráfeldarmúla. Sonur Þóris var Þorkell leifur eða Þorkell hinn hávi, faðir Þorgeirs Ljósvetningagoða og móðurafi Finnboga ramma. Líklega hefur Ljósavatn verið landnámsjörð Þóris.