Hjalti Þórðarson

Hjalti Þórðarson var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam "Hjaltadal að ráði Kolbeins", segir í Landnámabók. Kolbeinn Sigmundarson hefur því látið honum eftir ofanverðan Hjaltadal, sem hann hafði sjálfur fengið hjá Sleitu-Birni,[1] en haldið sjálfur Kolbeinsdal. Hjalti bjó á Hofi.[2]

Sagt er að synir hans hafi haldið föður sínum veglegustu erfidrykkju sem haldin hefur verið á Íslandi og þar hafi verið tólf hundruð boðsgestir og allir virðingarmenn leystir út með gjöfum.[3] Í Landnámu segir einnig frá því að Hjaltasynir fóru vestur á Þorskafjarðarþing en þegar þeir gengu til þings voru þeir svo glæsilega búnir að menn héldu að sjálfir Æsir væru þar á ferð.[4]

Sonarsonur Hjalta var Þorbjörn öngull, banamaður Grettis.[5]

Heimildir

breyta
  1. O'Connor, Ralph, ritstjóri (2002). Icelandic histories and romances. Stroud: Tempus. ISBN 978-0-7524-1952-7.
  2. „LANDNÁMABÓK“.
  3. Magnusson, Magnus; Pálsson, Hermann, ritstjórar (1986). Laxdæla Saga. Penguin classics (Repr. útgáfa). Harmondsworth: Penguin Books. ISBN 978-0-14-044218-2.
  4. „Stanzas | The Íslendingasögur as Prosimetrum“. gefin.ku.dk. Sótt 29. október 2024.
  5. Waßenhoven, Dominik (1. janúar 2009), „Skandinavier unterwegs in Europa (1000-1250): Untersuchungen zu Mobilität und Kulturtransfer auf prosopographischer Grundlage“, Skandinavier unterwegs in Europa (1000-1250) (þýska), Akademie Verlag, doi:10.1524/9783050048536/html, ISBN 978-3-05-004853-6, sótt 29. október 2024
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.