Hólmgöngu-Máni var landnámsmaður í Húnaþingi og Skagafirði og nam ysta hluta Skagans. Að vestanverðu náði landnám hans frá Fossá á utanverðri Skagaströnd, spölkorn sunnan við Kálfshamarsvík, en óljóst er hvar mörkin voru að austan því að örnefnið Mánaþúfa, sem Landnáma miðar við, er nú týnt. Landnámsjörð hans var Mánavík, yst á Skaga, Húnavatnssýslumegin við sýslumörkin.

Heimildir

breyta
  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.