Hjálmólfur
(Endurbeint frá Hjálmólfur (landnámsmaður))
Hjálmólfur var landnámsmaður í Skagafirði og er sagður hafa numið land ofan um Blönduhlíð en landnámi hans er ekki nánar lýst í Landnámabók. Af því sem sagt er um takmörk næstu landnáma sést þó að hann hefur numið land frá Djúpadalsá suður til Bóluár. Landámsjörðin er ekki þekkt en þess hefur verið getið til að hann hafi búið á Úlfsstöðum.
Heimildir
breyta- „Landnámabók“.
- Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.