Opna aðalvalmynd

Þóroddur (landnámsmaður)

Þóroddur var landnámsmaður sem nam land á austurströnd Hrútafjarðar og bjó á Þóroddsstöðum. Áður hafði Bálki Blængsson numið allan Hrútafjörð að því er segir í Landnámu og hefur Þóroddur því fengið land hjá honum. Sonarsonur hans var Þorbjörn öxnamegin Arnórsson, sem drap Atla bróður Grettis sterka og var síðan veginn af Gretti.