Úlfur (landnámsmaður)

Úlfur var landnámsmaður í Suður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt því sem segir í Landnámabók fór hann til Íslands á skipi með Vestmanni fóstbróður sínum. Þeir námu Reykjadal allan fyrir vestan Laxá, frá sjó upp til Vestmannsvatns, en ekkert segir um hvernig þeir skiptu með sér löndum.

Úlfur er sagður hafa búið undir Skrattafelli (líklega á Ytra-Fjalli).

Heimild breyta

  • „Landnámabók. Af Snerpu.is“.