Friðleifur (landnámsmaður)

Friðleifur var landnámsmaður í Skagafirði og er í Landnámu sagður hafa verið gauskur í föðurætt en flæmskur í móðurætt. Hann nam land í Sléttuhlíð út að Stafá, en syðri mörk landnámsins eru óljós. Talað er um Friðleifsdal og Friðleifsdalsá en hvorugt nafnið er nú þekkt og hefur þess verið getið til að landnámið hafi náð frá Hrolleifsdalsá, sem samræmist því sem segir um landnám Höfða-Þórðar. Landnámsjörð Friðleifs er sögð heita Holt en nú heitir engin jörð á þessu svæði því nafni.

Heimildir

breyta
  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.