Eyvindur vopni
(Endurbeint frá Eyvindur vopni Þorsteinsson)
Eyvindur vopni Þorsteinsson sonur Þorsteins þjokkubeins, kom til Íslands frá Strind í Þrándheimi, ásamt bróður sínum Ref hinum rauða þar sem þeir urðu missáttir við Harald konung, og hafði sitt skip hvor þeirra. Refur varð afturreka og lét konungur drepa hann en Eyvindur kom í Vopnafjörð og nam fjörðinn allan frá Vestradalsá og bjó í Krossavík hinni iðri.[1] Átti Eyvindur son sem Þorbjörn hét.