Þuríður sundafyllir

Þuríður sundafyllir var landnámsmaður í Bolungarvík og bjó á Vatnsnesi í Syðridal. Talið er að hún hafi komið til Íslands um 940. Hún og förunautar hennar námu Bolungarvík alla og Skálavík.

Þjóðólfur bróðir hennar bjó í Þjóðólfstungu sem síðar er nefnd Tunga. Þuríður leyfði Þjóðólfi bróður sínum að eiga jafn mikið land af sínu og hann gæti girt fyrir á einum degi. Þjóðólfur lagði garð frá Stiga fyrir Hlíðardal og hálfan Tungudal og deildu þau syskinin um Tungudal og lögðu hvort á annað að verða að steindröngum. Þuríður óskaði þess að sem flestir fuglar myndu drita á Þjóðólf og hann lagði á Þuríði að á henni skyldu vindar gnauða mest.

Heimildir breyta