Vestmaður (landnámsmaður í Reykjadal)
Vestmaður var landnámsmaður í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann kom til Íslands á skipi með Úlfi fóstbróður sínum og námu þeir Reykjadal að neðanverðu frá sjó, fyrir vestan Laxá, allt upp til Vestmannsvatns.
Kona Vestmanns hét Guðlaug en meira er ekki frá honum sagt í Landnámabók.