Landnámsmenn í Sunnlendingafjórðungi
Landnámsmenn í Sunnlendingafjórðungi og landnám þeirra. Listinn fylgir upptalningu Landnámabókar sem byrjar á Ingólfi Arnarsyni í Reykjavík og telur þaðan réttsælis um landið.
- Ingólfur Arnarson nam land milli Ölfusár og Brynjudalsár í Hvalfirði og öll nes út. Hann bjó í Reykjavík.
- Vífill, þræll Ingólfs. Ingólfur gaf honum frelsi og land og bjó hann á Vífilsstöðum.
- Þórður skeggi Hrappsson nam land með ráði Ingólfs milli Úlfarsár og Leiruvogs og bjó á Skeggjastöðum.
- Hallur goðlaus Helgason nam land með ráði Ingólfs milli Leiruvogs og Mógilsár
- Helgi bjóla Ketilsson nam Kjalarnes milli Mógilsár og Mýdalsár og bjó að Hofi.
- Örlygur gamli Hrappsson nam land með ráði Helga bjólu frá Mógilsá til Ósvífurslækjar og bjó að Esjubergi.
- Svartkell nam land milli Mýdalsár og Eilífsdalsár, bjó fyrst á Kiðafelli en síðan á Eyri.
- Valþjófur Örlygsson nam Kjós og bjó á Meðalfelli.
- Hvamm-Þórir, nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi.
- Þorsteinn Sölmundarson nam land milli Fossár og Botnsár.
- Ávangur byggði fyrst í Botni í Hvalfirði.
- Kolgrímur gamli Hrólfsson nam Hvalfjarðarströnd frá Botnsá til Kalmannsár og bjó á Ferstiklu.
- Þormóður gamli Bresason nam land á Akranesi sunnan Reynis til Kalmannsár og bjó á Innri-Hólmi.
- Ketill Bresason nam land á Akranesi vestan Reynis til Urriðaár.
- Bekan fékk land í landnámi Ketils milli Berjadalár og Urriðaár. Hann bjó á Bekansstöðum.
- Finnur auðgi Halldórsson nam land sunnan Laxár að Kalmannsá og bjó á Miðfelli.
- Hafnar-Ormur nam Melasveit frá Laxá að Andakílsá og bjó í Höfn.
- Grímur háleyski Þórisson fékk land af Skalla-Grími milli Andakílsár og Grímsár. Hann bjó á Hvanneyri.
- Þorbjörn svarti keypti land af Hafnar-Ormi frá Seleyri til Fossár. Hann bjó á Skeljabrekku.
- Skorri, leysingi Ketils gufu, nam Skorradal fyrir ofan vatn.
- Björn gullberi nam Lundarreykjadal milli Grímsár og Flókadalsár. Hann bjó á Gullberastöðum.
- Þorgeir meldún fékk lönd af Birni ofan Grímsár og bjó í Tungufelli.
- Flóki, leysingi Ketils gufu, nam Flókadal milli Flókadalsár og Geirsár. Hann bjó í Hrísum.
- Ólafur hjalti nam land að ráði Skalla-Gríms milli Grímsár og Geirsár og bjó að Varmalæk.
- Ketill blundur nam land að ráði Skalla-Gríms milli Flókadalsár og Reykjadalsár upp að Rauðsgili. Hann bjó í Þrándarholti.
- Geir auðgi Ketilsson, sonur Ketils blunds, bjó í Geirshlíð í Flókadal.
- Önundur breiðskeggur nam alla tunguna milli Reykjadalsár og Hvítár. Hann bjó á Breiðabólstað.
- Rauður nam land sunnan Reykjadalsár frá Rauðsgili til Gilja. Hann bjó að Rauðsgili.
- Grímur nam land frá Giljum til Grímsgils og bjó við Grímsgil.
- Þorkell kornamúli nam ásinn upp frá Kollslæk til Deildargils og bjó í Ási.
- Úlfur Grímsson, sonur Gríms háleyska, nam land milli Hvítár og jökla. Hann bjó að Geitlandi.
Við Hvítá í Borgarfirði voru mörk fjórðunga. Héðan rekur Landnáma sig áfram réttsælis um Vestfirðingafjórðung, Norðlendingafjórðung og Austfirðingafjórðung. Við Jökulsá á Sólheimasandi er aftur komið í Sunnlendingafjórðung.
- Þrasi Þórólfsson nam land milli Jökulsár á Sólheimasandi og Kaldaklofsár. Hann bjó á Eystri-Skógum.
- Hrafn heimski Valgarðsson nam land milli Kaldaklofsár og Lambafellsár og bjó að Rauðafelli eystra.
- Ásgeir kneif nam land milli Lambafellsár og Seljalandsár og bjó að Auðnum.
- Þorgeir hörski Bárðarson keypti land af Ásgeiri kneif milli Lambafellsár og Írarár. Hann bjó í Holti.
- Ásgerður Asksdóttir nam land milli Seljalandsmúla og Markarfljóts og bjó norðan í Katanesi.
- Þórólfur Asksson nam land að ráði Ásgerðar fyrir vestan Fljót og bjó í Þórólfsfelli.
- Ásbjörn Reyrketilsson nam land ofan Krossár austan Markarfljóts og kallaði Þórsmörk.
- Steinfinnur Reyrketilsson nam land með Ásbirni bróður sínum og bjó á Steinfinnsstöðum.
- Ketill hængur Þorkelsson nam öll lönd milli Þjórsár og Markarfljóts, einkum milli Rangár og Hróarslækjar og bjó að Hofi.
- Sighvatur rauði nam land með ráði Ketils hængs í Einhyrningsmörk ofan Deildarár. Hann bjó í Bólstað.
- Jörundur goði Hrafnsson byggði fyrir vestan Fljót þar sem síðar hétu Svertingsstaðir.
- Þorkell bundinfóti nam land með ráði Ketils hængs umhverfis Þríhyrning og bjó undir fjallinu.
- Baugur nam Fljótshlíð alla með ráði Ketils hængs og bjó á Hlíðarenda.
- Hildir nam Landeyjar ásamt systkinum sínum og bjó í Hildisey.
- Hallgeir nam Landeyjar ásamt systkinum sínum og bjó í Hallgeirsey.
- Ljót nam Landeyjar ásamt bræðrum sínum og bjó á Ljótarstöðum.
- Dufþakur fékk land af Katli hæng og bjó í Dufþaksholti.
- Ormur ánauðgi Bárðarson byggði fyrst Vestmannaeyjar.
- Eilífur nam Odda upp til Reyðarvatns og Víkingslækjar.
- Björn nam land upp með Rangá og bjó í Svínhaga.
- Kolur Óttarsson nam land fyrir austar Reyðarvatn og Stotalæk og fyrir vestan Rangá. Hann bjó að Sandgili.
- Hrólfur rauðskeggur nam Hólmslönd öll milli Fiskár og Rangár. Hann bjó að Fossi.
- Þórunn nam Þórunnarhálsa alla.
- Þorgeir Ásgrímsson keypi Oddalönd af Hrafni Hængssyni milli Rangár og Hróarslækjar. Hann bjó í Odda.
- Þorsteinn tjaldstæðingur Ásgrímsson nam land að ráði Flosa fyrir ofan Víkingslæk og bjó að Skarði.
- Flosi Þorbjarnarson nam Rangárvelli austan Rangár.
- Ketill einhendi Auðunarson nam Rangárvelli ytri fyrir ofan Lækjarbotna. Hann bjó að Á.
- Ketill aurriði nam land með Þjórsá og bjó á Ytri-Völlum.
- Ormur auðgi Úlfsson nam land með Rangá að ráði Ketils einhenda og bjó í Húsagarði.
- Þorsteinn lunan nam efri hluta Þjórsárholta ásamt Þorgilsi syni sínum. Þeir bjuggu í Lunansholti.
- Ráðormur nam land milli Rangár og Rauðalækjar og bjó í Vetleifsholti.
- Jólgeir nam land milli Rauðalækjar og Steinsholts og bjó á Jólgeirsstöðum.
- Áskell hnokkan Dufþaksson nam land milli Steinslækjar og Þjórsár. Hann bjó í Áskelshöfða.
- Þorkell bjálfi eignaðist lönd milli Rangár og Þjórsár og bjó í Háfi.
- Loftur Ormsson nam land vestan Þjórsár til Rauðár. Hann bjó í Gaulverjabæ.
- Þorviður Úlfarsson fékk land af Lofti á Breiðumýri og bjó í Vorsabæ.
- Þórarinn Þorkelsson nam land með Þjórsá milli Skúfslækjar og Rauðár.
- Hásteinn Atlason nam land milli Rauðár og Ölfusár til Fyllarlækjar. Hann bjó á Stjörnusteinum.
- Hallsteinn fékk ytri hluta Eyrarbakka af Hásteini mági sínum. Hann bjó á Framnesi.
- Þórir Ásason nam Kallnesingahrepp allan og bjó á Selfossi.
- Hróðgeir spaki nam Hraungerðingahrepp ásamt Oddgeiri.
- Oddgeir nam Hraungerðingahrepp ásamt Hróðgeiri og bjó í Oddgeirshólum.
- Önundur bíldur nam land austan Hróarslækjar og bjó í Önundarholti.
- Össur hvíti Þorleifsson nam Holtalönd milli Þjórsár og Hraunslækjar. Hann bjó í Kampaholti.
- Ólafur tvennumbrúni nam öll Skeið milli Þjórsár, Hvítár og Sandlækjar. Hann bjó á Ólafsvöllum.
- Þrándur mjögsiglandi Bjarnarson nam land milli Þjórsár, Laxár, Kálfár og Sandlækjar. Hann bjó í Þrándarholti.
- Ófeigur grettir Einarsson fékk land af Þorbirni laxakarli milli Þverár og Kálfár. Hann bjó á Ófeigsstöðum.
- Þormóður skafti Óleifsson fékk land af Þorbirni laxakarli austan Kálfár og bjó í Skaftaholti.
- Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan og Gnúpverjahrepp til Kálfár. Hann bjó fyrst í Miðhúsum en svo í Haga.
- Þorbjörn jarlakappi keypti land af Mávi milli Selalækjar og Laxár og bjó að Hólum.
- Már Naddoddsson nam Hrunamannahrepp ásamt Bröndólfi og bjó á Másstöðum.
- Bröndólfur Naddoddsson nam Hrunamannahrepp ásamt Mávi og bjó að Berghyl.
- Þorbrandur Þorbjarnarson nam land milli Stakksár og Kaldakvíslar og efri hluta Hrunamannahrepps. Hann bjó í Haukadal
- Ásbrandur Þorbrandsson nam land með föður sínum og bjó í Haukadal.
- Eyfröður gamli nam eystri tunguna milli Kaldakvíslar og Hvítár. Hann bjó í Tungu.
- Drumb-Oddur kom með Eyfröði gamla. Hann bjó á Drumboddsstöðum.
- Ketilbjörn gamli Ketilsson nam Grímsnes frá Höskuldslæk, Laugardal og Biskupstungur til Stakksár. Hann bjó á Mosfelli.
- Ásgeir Úlfsson fékk Hlíðarlönd af Ketilbirni gamla og bjó í Ytri-Hlíð.
- Eilífur auðgi Önundarson fékk Höfðalönd af Ketilbirni gamla og bjó í Höfða.
- Grímur nam Grímsnes upp til Svínavatns. Hann bjó fyrst í Öndverðarnesi, síðan á Búrfelli.
- Hallkell skoraði á Grím til landa og hafði sigur. Hann bjó í Hallkelshólum.
- Þorgrímur bíldur nam öll lönd fyrir ofan Þverá og bjó að Bíldsfelli.
- Steinröður Melpatrixson, leysingi Þorgríms bílds, eignaðist Vatnslönd. Hann bjó á Steinröðarstöðum.
- Hrolleifur Einarsson nam land fyrir utan Öxará og bjó í Heiðabæ.
- Ormur gamli Eyvindarson nam land milli Varmár, Þverár og Ölfusár. Hann bjó í Hvammi.
- Álfur egðski nam öll lönd utan Varmár og bjó að Gnúpum.
- Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krísuvík.
- Molda-Gnúpssynir byggðu í Grindavík.
- Steinunn gamla fékk Rosmhvalanes fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi frænda sínum.
- Eyvindur fékk land af Steinunni frænku sinni milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns.
- Herjólfur Bárðarson fékk land af Ingólfi frænda sínum milli Reykjaness og Vogs.
- Ásbjörn Össurarson nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og bjó á Skúlastöðum.