Höskuldur Þorsteinsson

Höskuldur Þorsteinsson var landnámsmaður í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann fór til Íslands ásamt Héðni bróður sínum, en þeir voru synir Þorsteins þurs. Þeir námu land fyrir austan Laxá en innan Tunguheiði, sem er milli Tjörness og Kelduhverfis.

Héðinn bjó á Héðinshöfða en Höskuldur nam „lönd öll fyrir austan Laxá“ að því er segir í Landnámabók og bjó í Skörðum. Hann er sagður hafa drukknað í Höskuldsvatni, sem er við hann kennt. Hróaldur sonur hans giftist Ægileifu, dóttur Hrólfs Helgasonar magra.

Tenglar breyta

  • „Landnámabók. Af Snerpu.is“.