Eysteinn meinfretur Álfsson
Eysteinn Álfsson meinfretur var landnámsmaður sem nam fyrst land í Hrútafirði en fluttist síðan yfir í Dali.
Samkvæmt því sem segir í Landnámabók var Eysteinn sonur Álfs úr Ostu. Hann nam Hrútafjarðarströnd hina eystri. Bálki Blængsson hafði áður numið Hrútafjörð allan og hefur Eysteinn því fengið hluta af landnámi hans en óvíst er hve mikið og hann var þar ekki nema nokkra vetur. Þá gifti Auður djúpúðga honum Þórhildi sonardóttur sína og settust þau að í Dölum en ekki er vitað hvar þau bjuggu. Synir þeirra voru Álfur í Dölum, Þórður, Þórólfur refur og Hrappur.