Garðar Svavarsson var, samkvæmt Landnámubók, annar maðurinn til að koma til Íslands. Garðar var sænskur maður og hafði frétt af landinu af frásögn Naddoðs víkings. Líkt og Naddoður kom hann að landinu úr austri. Hann hafði vetursetu á Húsavík við Skjálfandaflóa. Garðar sigldi umhverfis landið og gerði sér grein fyrir því að Ísland er eyja. Eftir að Garðar kom til Noregs og sagði frá því, sem hann hafði séð, var Ísland kallað Garðarshólmi (eða Garðarshólmur) (sjá Heiti yfir Ísland).

Handrit Landnámu gefa ólíkar skýringar á komu hans til Íslands. Samkvæmt einu handritinu fór hann að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar en samkvæmt öðru handriti tók hann arf í Skotlandi og kom til Íslands fyrir tilviljun.

Hróar, sonarsonur Garðars, átti systur Gunnars á Hlíðarenda í Fljótshlíð sem Arngunnur hét.

Enn fremur hafa menn metið það svo að ‚Hólmi‘ hefði vart verið notað yfir eyju nema á austnorrænum mállýskum, enda var Garðar sænskur maður.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.