Landsfjórðungur

fjögur stjórnsýsluumdæmi Íslands, komið á árið 965
(Endurbeint frá Austfirðingafjórðungur)

Landsfjórðungar voru fjögur stjórnsýsluumdæmi sem Íslandi var skipt í árið 965 vegna þinghalds (fjórðungsþing) og dóma (fjórðungsdómar) og skyldu sakaraðilar eiga sama sóknarþing ella skyldi málið flutt á Alþingi. Í hverjum fjórðungi voru þrjú vorþing nema í Norðlendingafjórðungi þar sem þau voru fjögur. Að auki voru þrjú goðorð í hverjum fjórðungi.

Landsfjórðungar Íslands á landakorti frá 1761.

Eftir 1271 voru lögmenn settir yfir hvern fjórðung, yfirleitt einn norðan og vestan og annar sunnan og austan, en fyrir kom að einn lögmaður var settur yfir hvern fjórðung.

Hólabiskupsdæmi var látið ná yfir Norðlendingafjórðung frá stofnun þess 1106, en Skálholtsbiskupsdæmi yfir hina þrjá.

Á 18. öld voru fjórðungarnir gerðir að læknisumdæmum (fjórðungslæknir).

Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36 frá 1945 er í þriðju grein áskilið að frambjóðendur safni vissum fjölda meðmælenda í hverjum landsfjórðungi í samræmi við fjölda kjósenda þar. Þetta ákvæði hefur staðið óbreytt frá setningu laganna. Í auglýsingu forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands frá 26. mars 2008 eru landsfjórðungarnir skilgreindir útfrá núverandi skipun sveitarfélaga.[1]

Mörk landsfjórðunganna

breyta

Heimildir

breyta
  • Einar Laxness, Íslandssaga a-k, Alfræði Menningarsjóðs, Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 1987

Tilvísanir

breyta