Þorsteinn Sigmundarson

Þorsteinn Sigmundarson var landnámsmaður í Mývatnssveit og bjó „að Mývatni“ eins og segir í Landnámabók. Hann var sonarsonur Gnúpa-Bárðar, landnámsmanns í Bárðardal og síðar í Fljótshverfi. Sigmundur faðir Þorsteins hefur líklega orðið eftir norðan heiða þegar faðir hans yfirgaf landnám sitt og fór suður Bárðargötu og sonur hans hefur síðar tekið sér land í Mývatnssveit.

Raunar nefnir Landnáma enga landnámsmenn í Mývatnssveit, heldur þrjá menn sem sagðir eru hafa búið þar fyrstir, þá Þorstein, Geira á Geirastöðum og Þorkel hinn háva á Grænavatni. Þeir virðast allir hafa komið seint til landsins eða verið afkomendur landnámsmanna þannig að sveitin hefur ekki byggst fyrr en í lok landnámsaldar eða eftir að henni var í raun lokið.

Talið er líklegt að Reykjahlíð hafi verið landnámsjörð Þorsteins. Þar bjó Arnór sonarsonur hans.

Heimildir breyta

  • Bogi Th. Melsted: Íslendinga saga I. Gefin út af Hinu íslenska bókmenntafjelagi. Kaupmannahöfn, 1903.
  • „Landnámabók; af snerpu.is“.