Skjöldólfur Vémundarson

Skjöldólfur Vémundarson var landnámsmaður á Íslandi. Hann nam Jökuldal fyrir austan Jökulsá, upp frá Hnefilsdalsá, og bjó á Skjöldólfsstöðum.

Landnáma segir hann bróður Berðlu-Kára sem nefndur er í Landnámu og Egils sögu og þar sagður faðir Salbjargar, konu Kveldúlfs og móður Skalla-Gríms. Börn Skjöldólfs eru sögð hafa verið þau Þorsteinn, er átti Fastnýju Brynjólfsdóttur, og Sigríður, móðir Bersa Össurarsonar.